Egill Øydvin Hjördísarson er kominn í úrslit á Evrópumótinu í MMA. Egill kláraði Búlgarann með hengingu í 1. lotu.
Egill tókst að klára Búlgarann Tencho Karaenev eftir „D’Arce“ hengingu í 1. lotu. Egill hefndi þar með fyrir sitt eina tap á ferlinum. Tencho vann Egil í fyrra eftir hengingu í 1. lotu og náði Egill að launa honum greiðann í þetta sinn.
Light Heavyweight semi-final: Egill Hjordisarson (ISL) def. Tencho Karaenev (BGR) via Submission (D’arce Choke), round 1 #2016IMMAFEuros
— IMMAF (@IMMAFed) November 25, 2016
Egill er nú kominn í úrslit og mætir annað hvort Paolo Anastasi eða Pawel Zakrzewsk í úrslitum á morgun. Bardaginn var að klárast rétt fyrir miðnætti í Prag og þarf Egill að mæta í vigtun kl 9-11 í fyrramálið.
Þetta er frábær árangur hjá Agli og vonandi nær hann að feta í fótspor Bjarka Þórs og Sunnu og taka gullið heim á morgun.