spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEignaðist barn í gær en berst um titilinn á laugardaginn

Eignaðist barn í gær en berst um titilinn á laugardaginn

john dodsonÞetta verður viðburðarík vika fyrir John Dodson. Á laugardaginn mætir hann Demetrious Johnson um fluguvigtartitilinn en í gær eignaðist hann sitt fyrsta barn.

Bardaginn á laugardaginn fer fram í Las Vegas á UFC 191 bardagakvöldinu. Dodson var því staddur í Las Vegas á mánudagskvöldið þegar hann fékk símtal. Kærastan var komin með hríðir og var dóttir Dodson á leið í heiminn.

Sooooooo. I gotta go back to ABQ cuz @chelily33 is in labor and baby Delilah is being born!

A photo posted by John Dodson (@johndodsonmma) on

Dodson flaug umsvifalaust til baka til Albuquerque til að vera viðstaddur fæðinguna. Dóttirin átti ekki að koma í heiminn fyrr en í næstu viku en stelpan var ekkert að láta bíða eftir sér. Dodson komst á spítalann í tæka tíð og var viðstaddur fæðinguna. Hann mun verja smá tíma í Albuquerque áður en hann heldur aftur til Vegas þar sem hann berst um titilinn.

UFC 191 fer fram á laugardaginn þar sem þeir Demetrious Johnson og John Dodson eigast við í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular