Mackenzie Dern, ein besta glímukona heims, keppir sinn fyrsta MMA bardaga í kvöld. Mackenzie er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og verður áhugavert að sjá hvernig henni mun ganga í kvöld.
Bardaginn fer fram í Legacy FC 58 og keppir Mackenzie í strávigt. Mackenzie átti afar gott ár í fyrra en hún varð heimsmeistari í -59 kg flokki og sigraði sinn flokk á ADCC glímumótinu. Í ár tókst henni að verja heimsmeistaratitilinn sinn en núna setur hún MMA í fyrsta sæti. Mackenzie er að margra mati besta glímukona heims, pund fyrir pund.
Í kvöld mætir hún Kenia Rosas sem hefur barist fimm áhugamannabardaga en berst sinn fyrsta atvinnubardaga í kvöld. Rosas hefur því meiri reynslu úr MMA en Mackenzie kemur í búrið með mikla keppnisreynslu á hæsta getustigi.
Hin 23 ára Mackenzie ætlar sér að komast í UFC og keppa í strávigtinni þar. Í dag æfir hún hjá The MMA Lab í Arizona en þar æfa menn eins og Benson Henderson, John Moraga og Bryan Barbarena. Hún tekur fyrsta skrefið í átt að UFC með sigri í kvöld.
Mackenzie hefur glímt nánast alla ævi en pabbi hennar er svartbeltingur í brasilísku jiu-jitsu. Nánar má fræðast um Mackenzie í þessu innslagi frá Inside MMA.