Saturday, July 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEinkennisbúningar fyrir UFC bardagamenn?

Einkennisbúningar fyrir UFC bardagamenn?

dana white
Dana White.

Síðastliðinn fimmtudag greindi forseti UFC, Dana White, frá því að bardagasamtökin væru að hanna búninga sem allir bardagamenn þurfa að vera á leið sinni í búrið. UFC ætlar að hanna öll föt fyrir bardagamenn sína frá toppi til táar.

Allir bardagamenn myndu þá nota stuttbuxur frá sama framleiðanda en sennilega fá bardagamenn að velja sína týpu af stuttbuxum. Á buxunum yrðu svo styrktaraðilar sem UFC velur en hver bardagamaður fær lítið pláss á fatnaðinum fyrir sína styrktaraðila.

Líklegast munu stóru íþróttafataframleiðendurnir fá að hanna og selja fötin. Nike, Rebook og Under Armour hafa verið nefnd til sögunnar. Þetta gæti hjálpað bardagamönnum eins og Cody McKenzie og Cole Miller sem hafa verið í vandræðum með að finna styrktaraðila en dregur úr fjölbreytileika bardagamanna.

Stóra spurningin er hvort þetta gagnist bardagamönnum eða geri þeim erfiðara fyrir? Hvað þurfa bardagamenn að gera ef þeir þurfa að klæðast Nike stuttbuxum frá UFC en eru með styrktarsamning frá Venum? Hvað græðir Venum á að styrkja bardagamenn sem klæðist ekki einu sinni vörunum þeirra í búrinu? Það eru margar spurningar sem kvikna við þessar fregnir en þetta verður kynnt betur af UFC á næstunni.

Hvað finnst ykkur um hugmyndina?

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES
- Advertisment -spot_img

Most Popular