spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEinstaklega vinaleg stemning hjá Conor og Cerrone á blaðamannafundinum

Einstaklega vinaleg stemning hjá Conor og Cerrone á blaðamannafundinum

Það var ekkert nema virðing og vinsemd á milli Conor McGregor og Donald Cerrone á blaðamannafundinum fyrir UFC 246.

Blaðamannafundurinn fyrir UFC 246 var að klárast rétt í þessu. Aldrei þessu vant byrjaði blaðamannafundurinn á réttum tíma (kl. 1 í nótt) og var Conor McGregor kominn á tilsettum tíma.

Conor lýsti því yfir að hann bæri mikla virðingu fyrir Donald Cerrone. Conor sagði að ekkert verði gefið eftir á laugardaginn en það verði ekki í illu.

Cerrone tók undir og sagði þá báða vera skemmtikrafta sem ætla að skemmta áhorfendum á laugardaginn. Cerrone sagðist vera ótrúlega spenntur fyrir að fá að stíga í búrið með manni eins og Conor McGregor.

Vinskapurinn þeirra á milli var óvenjulega mikill. Conor hrósaði klæðaburði Cerrone en kúrekinn þakkaði Conor fyrir að berjast við sig og gefa sér þar af leiðandi mestu tekjur sem hann hefur fengið fyrir bardaga.

Conor er vanur að rífa kjaft við andstæðinga sína og stundum farið yfir strikið. Það hefur þó ekkert verið um skítkast fyrir þennan bardaga.

„Það er ekkert skítkast okkar á milli af því að aðstæður eru svona. Af því bara. Ég er bara svona, kem til dyranna eins og ég er klæddur. Ég bregst bara svona við,“ sagði Conor um ástæðu þess hve kurteis hann er í garð Cerrone.

Einn blaðamaður reyndi að spyrja um nauðgunar ásakanirnar á hendur Conor en áhorfendur bauluðu á hann. Cerrone sagði blaðamanninum að spyrja út í bardagann og Dana White sagði að Conor hefði þegar svarað þessu á ESPN.

Conor býst við skemmtilegum bardaga á laugardaginn en segist geta lesið Cerrone eins og barnabók. Hann segist þekkja brögðin hans, vita hvað Cerrone vill gera og er vel undirbúinn.

UFC 246 fer fram á laugardaginn en þeir Conor McGregor og Donald Cerrone mætast í aðalbardaga kvöldsins. Blaðamannafundinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular