Friday, April 19, 2024
HomeErlentEkkert vesen í vigtuninni fyrir stærstu bardagana á UFC 244

Ekkert vesen í vigtuninni fyrir stærstu bardagana á UFC 244

23 af 24 bardagamönnum helgarinanr náðu vigt í formlegu vigtuninni fyrir UFC 244 í dag. Það er því fátt sem kemur í veg fyrir bardaga helgarinnar á UFC 244.

Jorge Masvidal var 169,6 pund fyrir veltivigtarbardaga sinn og Nate Diaz var 170,4 pund. Darren Till, sem kom seint til New York vegna vandræða með að fá vegabréfsáritun í Bandaríkjunum, var 186 pund í vigtuninni í morgun.

Gastelum var 184 pund en hann kom á síðustu fimm mínútunum áður en vigtunin kláraðist. Gastelum þurfti handklæðið og fagnaði þegar hann var búinn að ná vigt.

Þegar ljóst var að Darren Till myndi koma seint til New York fyrir bardagann var Jared Cannonier fenginn til að vera varamaður. Cannonier náði þó ekki vigt í dag og var 186,8 pund. Það kemur sennilega ekki að sök enda bæði Till og Gastelum á staðnum og búnir að vigta sig inn.

Allir bardagamenn morgundagsins náðu vigt í dag nema Jennifer Maia. Maia var 127,2 pund fyrir fluguvigtarbardaga sinn gegn Katlyn Chookagian en þetta er í annað sinn í röð sem Maia nær ekki vigt.

Andrei Arlovski, sem mætir Jair Rozenstruik í þungavigt, var síðan nokkuð önugur við að þurfa að fara úr buxunum áður en hann steig á vigtina.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular