Friday, April 26, 2024
HomeErlentEndurkoma gamla mannsins - önnur atlaga að titlinum?

Endurkoma gamla mannsins – önnur atlaga að titlinum?

Glover Teixera er að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga, virðist vera, og er á góðri sigurgöngu þessa dagana. Með sigri í aðalbardaga kvöldsins gæti hann verið að næla sér í annan titilbardaga, 41 árs að aldri.

Glover Teixeira kom býsna seint inn í UFC en hann var á 33. aldursári þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta samning við UFC í upphafi árs 2012. Teixeira var á 15 bardaga sigurgöngu þá og var ósigraður í um 7 ár. Hann átti prýðilega innkomu inn í UFC en hann vann fyrstu fimm bardaga sína og aðeins í einum af þeim þurfti að leita til dómaranna. 20 sigrar í röð þá staðreynd og næsti bardagi hans var titilbardagi gegn Jon Jones. Teixeira átti nánast engan séns gegn Jones eins og svo margir og tapaði eftir einróma dómaraúrskurð 50-45.

Í kjölfarið fylgdu erfiðir tímar hjá Teixeira þar sem hann vann stundum en tapaði reglulega á milli. Allt leit út fyrir að hann ætti ekki nóg eftir í tanknum til að gera aðra atlögu að titlinum.

En þessi íþrótt er algjörlega óútreiknanleg á tímum. Fyrir tveimur árum var Teixeira 2-3 í fimm síðust bardögum sínum en er eftir þann halla búinn að vinna fjóra bardaga í röð á tæpum 18 mánúðum! Hann leit mjög vel út í sínum síðasta bardaga gegn Anthony Smith og það hefði hæglega verið hægt að stöðva þann bardaga fyrr. 

Með sannfærandi sigri um helgina er vel hægt að færa rök fyrir því að Teixeira eigi skilið að fá sitt annað tækifæri á titlinum. Þó er framtíð léttþungavigtarinnar nokkuð óljós þessa stundina. Dana White hefur gefið það út að Israel Adesanya, millivigtarmeistari UFC, muni fá næsta titilbardaga í léttþungavigtinni gegn Jan Blachowicz. Einnig hefur Adesanya sjálfur sagt að hann ætli upp um þyngdarflokk.

Það verður áhugavert að sjá hvað hinn 41 árs gamli Glover Teixeira getur gert gegn Thiago Santos í kvöld. Þetta verður spennandi bardagi í toppbaráttunni í léttþungavigtinni.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular