spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEnginn bardagi hjá Fedor í nótt

Enginn bardagi hjá Fedor í nótt

Ekkert varð úr fyrirhuguðum bardaga Fedor Emelianenko og Matt Mitrione sem átti að fara fram í nótt í Bellator. Mitrione veiktist og var því hætt við bardagann.

Bardaginn átti að vera aðalbardaginn á Bellator 172 í kvöld en aðeins nokkrum klukkustundum fyrir bardagann var bardaganum aflýst. Matt Mitrione reyndist vera veikur og gat ekki barist.

Bellator reyndi að finna staðgengil fyrir Mitrione en ekki tókst það. Heimildir herma að Chael Sonnen hafi boðist til að taka bardagann. Bellator reyndi einnig að fá þungavigtarmanninn Oli Thompson, sem átti að mæta Cheick Kong í nótt, til að taka bardagann en það gekk ekki eftir.

Aðalbardagi kvöldsins var því viðureign Josh Thomson og Patricky ‘Pitbull’ Freire. Bardagi Fedor Emelianenko og Matt Mitrione verður sennilega settur aftur á laggirnar á næstu mánuðum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular