spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEnginn verið jafn lengi án sigurs eins og B.J. Penn

Enginn verið jafn lengi án sigurs eins og B.J. Penn

B.J. Penn á ansi vafasamt met í UFC en Penn hefur ekki náð sigri í sjö bardögum í röð. Það er met í UFC en Penn er einnig í slæmum málum á fleiri vígstöðum.

Jay Dee Penn III vann síðast bardaga þann 20. nóvember árið 2010. Þá rotaði hann Matt Hughes eftir aðeins 21 sekúndu en síðan þá hefur honum ekki enn tekist að ná sigri.

Penn hefur farið í gegnum sjö bardaga í röð (eitt jafntefli og sex töp í röð) án sigurs og er það met í UFC. Á þessu tímabili hefur Penn hætt tvisvar en alltaf komið aftur. Hann hefur ekki litið vel út í búrinu í langan tíma og spurning hvers vegna í ósköpunum hann er að þessu? Hvers vegna er UFC ennþá að gefa honum bardaga?

Penn er orðinn 40 ára gamall og hefur aldrei verið verri. Hann er auk þess í slæmum málum heima fyrir. Shelean Uaiwa, fyrrum unnusta og barnsmóðir Penn, fékk nálgunarbann á hann í febrúar. Penn getur því aðeins séð börnin sín tvö undir eftirliti að þessu sinni. Uaiwa greinir frá áralangri misnotkun, fíkniefnanotkun Penn og ofbeldi í sinn garð en Penn hefur aldrei verið handtekinn eða ákærður. MMA Fighting greindi frá málinu á sínum tíma.

Shelean hefur einnig sagt að Penn noti æfingabúðirnar fyrir MMA bardaga til að halda sér edrú og er það líklega ástæðan fyrir því hvers vegna Penn heldur áfram að berjast. Svarið við því hvers vegna hann fær enn að berjast í UFC, í minniháttar upphitunarbardögum, er erfiðara að vita.

Þrátt fyrir þessar alvarlegu ásakanir og sjö bardaga án sigurs fær Penn að keppa á laugardaginn eins og ekkert hafi í skorist. Penn vill halda áfram að berjast enda hefur hann sagt að hann þekki ekkert annað en að keppa í MMA. Penn var á sínum tíma einn besti bardagamaður heims en er nú með bardagaskorið 16-13-2.

Penn mætir Clay Guida í einum af upphitunarbardögum kvöldsins á UFC 237 og er Guida talsvert sigurstranglegri hjá veðbönkum. Með sjöunda tapinu verður Penn sá fyrsti til að tapa sjö bardögum í röð í UFC og á þar með lengstu taphrynu í sögu UFC

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular