spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEr bardagi Khabib og Tony Ferguson loksins staðfestur?

Er bardagi Khabib og Tony Ferguson loksins staðfestur?

khabib nurmagomedov tony fergusonSá bardagi sem bardagaaðdáendur vilja mest sjá þessa stundina er viðureign Tony Ferguson og Khabib Nurmagomedov. Báðir vilja bardagann en erfiðlega hefur gengið að ná samningum.

Khabib Nurmagomedov hefur unnið átta bardaga í röð í UFC og er ósigraður á ferlinum í 24 bardögum. Tony Ferguson hefur unnið níu bardaga í röð og hefur verið á frábæru skriði á undanförnum árum. Báðir eiga skilið titilbardaga í léttvigtinni en þar sem núverandi meistari, Conor McGregor, er í smá pásu á meðan hann eignast sitt fyrsta barn vilja flestir sjá þá Khabib og Ferguson berjast.

Talið er að bardaginn yrði upp á bráðabirgðartitilinn í léttvigtinni á UFC 209 þann 4. mars. Samningaviðræður milli UFC og Ferguson hafa hins vegar gengið illa. Að sögn Dana White, forseta UFC, vill Ferguson fá jafn mikið borgað og Khabib en UFC hefur ekki viljað ganga að kröfum Ferguson.

Á sama tíma er Khabib þreyttur á að bíða og vill fá staðfestingu á að hann sé að berjast þann 4. mars. Honum var boðið að mæta Jose Aldo í staðinn en Khabib neitaði því og vill bara mæta Ferguson. Khabib sagðist meira að segja vera tilbúinn að borga Ferguson sjálfur það sem upp á vantaði, bara til þess eins að fá að berjast við Ferguson.

Ólíklegt er að Khabib muni gera það en hugsanlega er bardaginn staðfestur. Pabbi Khabib, Abdulmanap Nurmagomedov, sagði á dögunum að Tony Ferguson sé næsti andstæðingur Khabib.

Sá gamli er ekki þekktur fyrir að bulla á samfélagsmiðlum enda einn af þjálfurum Khabib og vel viðloðinn bardagaferil sonar síns. Þá hefur hann áður gefið upp andstæðinga Khabib á samfélagsmiðlum og ekki haft rangt fyrir sér.

Fyrr í dag birti svo Tony Ferguson þessa mynd sem sýndi að hann var lyfjaprófaður af USADA.

Við myndina segir hann að þeir Khabib munu útkljá málin þann 4. mars en þann dag fer UFC 209 fram. Enn sem komið er hefur UFC ekki staðfest bardagann og því óvíst hvort samningar hafa náðst. Vonandi kemur tilkynning frá UFC fljótlega en þetta gæti orðið einn allra besti bardagi ársins.

Kapparnir hafa tvisvar sinnum áður átt að mætast. Fyrst á TUF 22 Finale í desember 2015 en þá meiddist Khabib og kom Edson Barboza í staðinn. Bardaganum var því frestað til apríl 2016 en örfáum dögum fyrir bardagann meiddist Tony Ferguson. Ef af bardaganum verður er eins gott að báðir haldist heilir.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular