Eins og MMA Fréttir greindu frá fyrir skömmu þurfti Conor McGregor nýverið að draga sig úr keppni vegna meiðsla fyrir bardaga sinn gegn Michael Chandler sem stóð til að yrði á UFC 303 síðar í mánuðinum. Núna hefur hins vegar poppað upp samsæriskenning um að Conor sé í rauninni ekki meiddur heldur í meðferð við áfengis- og eiturlyfjamisnotkun.
Það var Chael Sonnen sem nefndi þetta í nýjasta þættinum af “Good guy, bad guy” þar sem hann og Daniel Cormier ræða um allt milli himins og jarðar sem tengist MMA. Hvort Sonnen hafi staðfestar heimildir fyrir máli sínu eða hvort hann sé að spauga er enn óljóst. Eins og MMA áhugamenn vita er Sonnen skrautlegur karakter sem hefur sagt ýmislegt í gegnum tíðina, oft í spaugi, og er aldrei feiminn við að láta skoðun sína í ljós.
Conor sjálfur segist hafa fulla trú á því að hann muni snúa aftur en Dana White tjáði sig nýlega um það væri enn óljóst en líklega væri Michael Chandler samt sem áður að fara að bíða eftir því.