Conor McGregor virkar breyttur maður í aðdraganda bardagans gegn Donald Cerrone. Conor virkar rólegur og yfirvegaður en er hann búinn að finna trúna?
Conor McGregor hefur verið duglegur að koma sér í fjölmiðla af röngum ástæðum undanfarin ár. Hann hefur orðið sér til skammar með hegðun sinni og komist í kast við lögin. Sögur af partýstandi hans eru fjölmargar og hefur hann nýtt hvert tækifæri til að kynna viskíið sitt, Proper 12.
Conor var í löngu viðtali við Ariel Helwani sem birtist á mánudaginn. Þar var hann mjög rólegur og talaði um að hann hefði ekki smakkað áfengi í 3-4 mánuði. Fyrir hans síðasta bardaga var hann að fá sér viskí í vikunni fyrir bardagann til að kynna Proper 12 en nú er flaskan komin á hilluna fram yfir bardaga.
Conor virðist hafa farið í smá naflaskoðun og mögulega farið í meðferð. Í viðtalinu við Helwani talar Conor þrívegis um að biðja.
„Ég er með mitt lið og mitt fólk. Ég veit hverjir eru með mér og hverjir eru það ekki. Ég bið fyrir þeim sem blóta mér og reyna að skaða mig.“
Conor fannst eins og fjölmiðlar væru að ráðast á sig með skrifum sínum en núna hugsar hann lítið út í hvað aðrir segja um hann. „Ég leggst á bæn fyrir því [I will say a prayer for that]. Þannig er þetta. Svona er lífið, er það ekki?“
„Þolinmæði er lykillinn. Núna einbeiti ég mér að bardaganum. Einblíni á það jákvæða og góðar hugsanir. Og ég bið fyrir þeim sem reyna að svíkja mig og skaða mig.“
In his sit-down with @arielhelwani ahead of #UFC246, @TheNotoriousMMA preaches patience and denies the allegations made against him. pic.twitter.com/ENLB10Z9MZ
— ESPN MMA (@espnmma) January 13, 2020
Conor hefur ekki verið vanur að nota þetta orðalag eða verið að biðja til æðri máttarvalda fyrir allra augum. Í fyrsta Embedded þættinum var fylgst með Conor æfa í Las Vegas. Um leið og æfingin kláraðist gerði hann þetta.
Conor hefur einnig byrjað að vinna með Tony Robbins og kannski er þetta bara einhver hugarfarsbreyting hjá honum. Conor hefur sjálfur ekkert talað um að finna trúna.
Eins og John Kavanagh, yfirþjálfari Conor, hefur oft sagt þá elskar Jesús rothögg og kannski gefur þetta bara góð fyrirheit fyrir helgina.