spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaESPN segir að Gunnar Nelson mæti Leon Edwards í London

ESPN segir að Gunnar Nelson mæti Leon Edwards í London

Mynd: Snorri Björns.

Samkvæmt ESPN mun Gunnar Nelson mæta Leon Edwards í London þann 16. mars. Bardaginn yrði næstsíðasti bardagi kvöldsins en aðalbardagi kvöldsins virðist einnig verið staðfestur.

Þetta segir Brett Okomoto hjá ESPN en hann er mjög áreiðanlegur. Okomoto hefur þetta frá sjálfum Dana White, forseta UFC.

MMA Fréttir getur staðfest frásögn Okomoto.

Þetta er afar flottur bardagi í veltivigtinni enda báðir á topp 15 styrkleikalistanum í UFC – Gunnar í því 12. og Edwards í því 10. Edwards hefur verið á góðu skriði en hann hefur unnið sex bardaga í röð. Samtals er Edwards 8-2 á ferli sínum í UFC og vann síðast Donald Cerrone í júní.

Gunnar Nelson snéri aftur eftir langa fjarveru þegar hann kláraði Alex ‘Cowboy’ Oliveira í desember í fyrra. Gunnar lýsti því yfir eftir bardagann að hann vildi berjast aftur sem fyrst og var með augun á bardagakvöldinu í London. Gunnar talaði um hnémeiðsli sem hann varð fyrir í aðdraganda bardagans gegn Oliveira en hann fór í myndatöku á dögunum og leit hnéð vel út þar. Nú virðist hann hafa fengið bardaga eins og hann vildi og er um hörku bardaga að ræða!

Eins og áður segir verður þetta næstsíðasti bardagi kvöldsins en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Darren Till og Jorge Masvidal samkvæmt Okomoto.

Bardagakvöldið fer fram í The O2 Arena í London þann 16. mars.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular