spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFabio Maldonado kemur í stað Junior Dos Santos - berst í þungavigt

Fabio Maldonado kemur í stað Junior Dos Santos – berst í þungavigt

fabio-maldonado
Fabio Maldonado.

Junior Dos Santos átti að mæta Stipe Miocic á TUF Brazil 3 Finale bardagakvöldinu en hefur þurft að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Í hans stað kemur léttþungavigtamaðurinn Fabio Maldonado.

Þetta kemur gríðarlega á óvart enda Maldonado í léttþungavigt og Stipe Miocic í þungavigt. Mikill stærðarmunur verður á köppunum en Miocic er 193 cm hár, með 203 cm faðmlengd og var 111 kg í vigtuninni fyrir sinn síðasta bardaga. Maldonado er 185 cm á hæð, með 191 cm faðmlengd og keppir vanalega í léttþungavigt (92 kg) en verður sennilega talsvert þyngri í þessum bardaga.

Við fyrstu sýn kemur það verulega á óvart að UFC skuli láta þessa bardagamenn mætast en þegar betur er að gáð var ekki margt annað í boði fyrir UFC. Þar sem bardaginn fer fram í Brasilíu þurfa útlendingar að fá vegabréfsáritun í Brasilíu til að geta barist þar og það er erfitt að fá með svo skömmum fyrirvara. Því gat UFC ekki fengið þungavigtarmann sem er ekki frá Brasilíu. UFC hefði sennilega viljað fá þungavigtarmann frá Brasilíu í stað Dos Santos en það var einfaldlega enginn á lausu.

Gabriel Gonzaga og Miocic mættust nýlega og því er óþarfi að láta þá mætast aftur. Antonio “Big Nog” Nogueira var nýlega rotaður af Roy Nelson og væri ekki tilbúinn að berjast. Fabricio Werdum barðist nýlega og mætir Cain Velasquez síðar á árinu um titilinn. Antonio “Big Foot” Silva er að afplána bann þar sem hann féll á lyfjaprófi og hinir Brasilíumennirnir, Geronimo dos Santos og Guto Inocente, hafa hvorugir barist í UFC og hafa báðir verið meiddir. Þar af leiðandi var enginn þungavigtarmaður sem hefði getað mætt Miocic.

Fabio Maldonado (21-6) bauðst til þess að berjast við Miocic er það afar aðdáunarvert. Margir aðdáendur hans eru hræddir um að þetta gæti litið út eins og bardagi Maldonado gegn Glover Teixeira þar Maldonado fékk ógrynni högga í sig áður en læknir stöðvaði bardagann eftir 2. lotu. Maldonado er grjótharður og hefur aldrei verið rotaður en þetta gæti verið langt kvöld fyrir hann. Maldonado hefur sigrað þrjá bardaga í röð í léttþungavigt og er í aðalbardaga kvöldsins í fyrsta sinn.

Stipe Miocic (11-1) hefur verið á fínu skriði í þungavigtinni og sigrað síðast Gabriel Gonzaga en þar áður sigraði hann Roy Nelson.

TUF Brazil 3 Finale fer fram þann 31. maí í Brasilíu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular