spot_img
Friday, October 4, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaVeðbankarnir - UFC Fight Night 40: Silva gegn Brown

Veðbankarnir – UFC Fight Night 40: Silva gegn Brown

UFC Fight Night 40 er næsta laugardagskvöld fyrir þá sem vilja skipta um gír eftir Eurovision. Vefsíðan Betsson.com býður upp á að veðja á bardagana en við lítum hér á hvort einhver góð tækifæri séu í boði.

Til útskýringar þá virka stuðlarnir þannig að ef veðjað er t.d. 1.000 kr. á Erick Silva (stuðull 1,42) og hann vinnur fær maður út 1.420 kr. Þeir sem vilja veðja geta farið á Betsson síðuna hér og smellt á “Bardagaíþróttir” undir Sportsbook.

Erick Silva (stuðull 1,42) gegn Matt Brown (stuðull 2,85)

Matt Brown er búinn að vinna sex bardaga í röð á móti erfiðum andstæðingum. Líkurnar eru 2 á móti 1 á móti honum sem segir til um hversu mikla trú menn hafa á Silva. Silva var hins vegar rotaður nýlega af Dong-Hyun Kim sem er ekki þekktur sem rotari. Það er því freistandi að veðja á Brown í þessum bardaga.

Costas Philippou (stuðull 3,00) gegn Lorenz Larkin (stuðull 1,39)

Þessar líkur koma talsvert á óvart þar sem Philippou er mjög góður og báðir hafa verið sveiflukenndir upp á síðkastið. Hér er klárlega tækifæri að til að veðja á Philippou.

cruickshank
Daron Cruickshank

Erik Koch (stuðull 1,24) gegn Daron Cruickshank (4,15)

Koch er líklegri til sigurs í þessum bardaga eins og líkurnar benda til en Cruickshank er mjög góður standandi og gæti komið á óvart. Koch tapaði illa fyrir Ricardo Lamas og Dustin Poirier. Hann er mikið efni en þessar líkur eru næstum því út í hött. Veðjið á Cruickshank ef þessi stuðull verður áfram í boði.

Tim Means (stuðull 1,34) gegn Neil Magny (stuðull 3,25)

Means ætti að sigra Magny nokkuð sannfærandi svo þessar líkur eru virðast réttar. Lítið um tækifæri hér.

Soa Palalei (stuðull 1,40) gegn Ruan Potts (stuðull 3,00)

Palalei er algjört skrímsli en Potts er alveg óþekktur bardagamaður frá S-Afríku, ferill 8-1. Það verður að teljast talsverð mikil áhætta að veðja á Potts í þessum bardaga.

rafael-natal
Rafael Natal

Ed Herman (stuðull 2,12) gegn Rafael Natal (1,74)

Ed Herman er nagli. Hann er góður á gólfinu en hefur ekki gengið mjög vel á móti bestu jiu-jitsu bardagamönnunum. Hann hefur tapað á móti Thales Leites, Jacare Souza og Damien Maia. Hér gæti væri góð hugmynd að veðja á Natal með stuðulinn 1,74.

Það eru samtals 10 bardagar sem hægt er að veðja á, látið heyra hvaða tækifæri þið sjáið í þessu.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular