spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFabricio Werdum: USADA eru of strangir

Fabricio Werdum: USADA eru of strangir

Þungavigtarmaðurinn Fabricio Werdum telur að USADA séu alltof strangir í lyfjaeftirliti sínu. USADA sér um öll lyfjamál UFC og hafa ófáir bardagamenn fallið á lyfjaprófum eftir að þeir tóku við lyfjaeftirlitinu.

USADA og UFC hófu samstarf sitt í júlí 2015 og sér USADA um öll lyfjamál UFC. Bardagamenn UFC geta átt von á því að fara í lyfjapróf alla daga ársins og er það óháð því hvort bardagi sé framundan eða ekki.

Junior dos Santos átti að mæta Francis Ngannou á UFC 215 á laugardaginn en hann féll nýlega á lyfjaprófi og var bardaginn því felldur niður. Lítið magn af þvagörvandi lyfi fannst í lyfjaprófinu en þvagörvandi lyf eru bönnuð þar sem þau eru oft notuð til að fela steranotkun. Dos Santos heldur fram sakleysi sínu og segir að efnið hafi komið úr fæðubótarefni sem hann innbyrti.

Þó þeir Fabricio Werdum og Junior dos Santos séu engir perluvinir hefur Werdum samúð með landa sínum.

„Þetta er algjör synd það sem gerðist en við verðum að bíða eftir seinna prófinu. Okkur kemur ekki vel saman þar sem við börðumst áður en það er engin ástæða að segja eitthvað slæmt um hann. Þetta getur komið fyrir alla, að óvart taka eitthvað sem er bannað,“ sagði Werdum við MMA Fighting.

Að mati Werdum eru USADA alltof strangir. „Þetta er of mikið, þetta er of strangt. Þetta þarf ekki að vera svona mikið. Það er eitt að taka eitthvað til að hjálpa endurheimt en annað að taka stera. USADA er of mikið stundum. Þetta þurfti ekki að vera svona mikið. Þessi lyfjapróf eru strangari en á ólympíuleikunum, ég hef aldrei séð svona áður. Ég held að það væri hægt að bæta þetta. Það eru hlutir sem má taka sem hafa ekki áhrif á frammistöðuna en hjálpa þér við endurheimt. Við æfum of mikið.“

Margir kenna menguðum fæðubótarefnum eða t.d. rispyllum um fall á lyfjaprófi og fáir sem halda fram sakleysi sínu. Annar landi Werdum, Lyoto Machida, hlaut 18 mánaða bann eftir að hafa viðurkennt notkun á 7-keto-dehydroepiandrosterone (DHEA) en það efni er bannað. Machida sagðist ekki hafa tekið mengað fæðubótarefni heldur viðurkenndi hann notkunina á DHEA þar sem efnið var á innihaldslýsingu fæðubótarefnisins. Deilt er um hvort DHEA sé frammistöðubætandi efni eða ekki. Þrátt fyrir að Machida hafi viðurkennt að hafa innbyrt efnið fékk hann samt 18 mánaða bann.

„Stundum er þetta ekki eitthvað sem menn taka vitandi að það sé ólöglegt heldur óvart í fæðubótarefnunum. Þetta er erfitt. Við þurfum að athuga með allt sem við tökum allan tímann, allt sem maður étur og öll fæðubótarefni. Þetta getur komið fyrir alla.“

Fabricio Werdum mætir Derrick Lewis á UFC 216 í október.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular