spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFedor með nauman sigur eftir að hafa verið nánast rotaður í 1....

Fedor með nauman sigur eftir að hafa verið nánast rotaður í 1. lotu

fedor laminn fabio maldonadoFedor Emelianenko sigraði Fabio Maldonado í gær í jafnari bardaga en áður var talið. Maldonado var nánast búinn að rota Fedor í 1. lotu en Rússinn slapp með skrekkinn.

Fyrsta lotan var algjört burst hjá Maldonado. Brasilíumaðurinn kýldi Fedor niður í 1. lotu og var mjög nálægt því að klára Fedor. Dómarinn hefði í raun átt að stoppa bardagann, svo vankaður var Fedor. Hann át mikið af höggum í höfuðið og hefðu margir dómarar verið búnir að stoppa bardagann. Lappir Fedor voru stöðugt að gefa sig en dómarinn gaf honum mjög langan tíma til að jafna sig.

Fedor lifði hins vegar af og komst aftur inn í bardagann. Í þessum þriggja lotu bardaga náði Fedor að vinna seinni tvær loturnar þar sem Maldonado virtist hafa sprengt sig í 1. lotu. Bardaginn fór því í dómaraákvörðun þar sem Fedor var útnefndur sigurvegari.

Ekki eru allir sammála dómaraákvörðuninni. Tveir dómarar dæmdu Maldonado sigur (29-28) á meðan einn dómarinn dæmdi bardagann jafntefli. Maldonado hafði svo mikla yfirburði í 1. lotu að sú lota hefði átt að vera dæmd 10-8 (jafnvel 10-7, slíkir voru yfirburðirnir) en svo virðist sem tveir dómarar hafi bara dæmt hana 10-9.

Ef fyrsta lotan hefði verið dæmd 10-8 hefði bardaginn verið jafntefli. Auðvelt væri að færa rök fyrir því að fyrsta lotan hefði átt að vera dæmd 10-7. Þá hefði Maldonado farið með sigur af hólmi. Óhætt er að segja að Fedor hafi verið ansi heppinn með dómgæslu þarna.

Þess má geta að dómarinn og borðdómarar eru allir ráðir af rússneska MMA sambandinu. Forseti rússneska MMA sambandsins er sjálfur Fedor Emelianenko.

Fyrir bardagann var talað um að Fedor væri mjög nálægt því að semja við UFC. Í gær töluðum við um að þessi bardagi væri tilgangslaus. Kannski var hann ekki svo tilgangslaus eftir allt saman þar sem hann sýndi að Fedor í dag á ekki heima í UFC. Hann átti í miklum vandræðum með Fabio Maldonado sem var nýlega látinn fara úr UFC. Núverandi þungavigtarmeistari UFC, Stipe Miocic, kláraði Maldonado á 30 sekúndum.

Þetta var virkilega skemmtilegur bardagi og ættu allir bardagaaðdáendur að kíkja á bardagann. Hægt er að horfa á bardagann á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular