Fimmta lotan heilsar hlustendum sínum í hundraðasta og annað skipti!
Núna er hrikalega skemmtileg helgi að baki. Íslendingar gerðu það gott á POWR Cup í Noregi, Interclub Vol 7. var haldið í Reykjavík MMA og Mjölnismenn voru með BJJ seminar og húllumhæ. Það var sem sagt nóg um að vera heima fyrir.
Francis Ngannou snéri aftur í búrið eftir þriggja ára pásu frá MMA. Menn voru misbjartsýnir í hans garð fyrir bardagann enda mikið búið að ganga á í hans einkalífi og hnefaleikaferli. Ngannou var þó ekki lengi að ýta Ferreira til hliðar og minna heiminn á hver væri raunverulegi þungavigtarkóngurinn í heiminum.
Í UFC-málum er að venju allt að frétta. Anthony „Fluffy“ Hernandez gjörsamlega snýtti Michel Pereira sem sá aldrei til sólar á laugardaginn var. „Litla greyið“ Pereira fékk dæmdar gegn sér þrjár 10 – 8 lotur í bardaganum gegn Hernandez.
Svo er auðvitað UFC 308 um næstu helgi þar sem Ilia Topuria mætir Max Holloway í aðalbardaga kvöldsins. Þetta er líklega ein mest spennandi viðureign ársins og erum við svo heppin að fá þetta kvöld á besta tíma. Main Card byrjar kl. 18:00 og verður auðvitað sýnt í beinni á Minigarðinum.