Norðurlandamótið í boxi fer fram um næstu helgi í Danmörku. Átta Íslendingar keppa á mótinu.
Mótið fer fram í Gilleleje í Danmörku og koma íslensku keppendurnir frá fimm félögum.
Ungmenni:
Sólon Ísfeld -60 kg (Æsir)
Bjarni Þór Benediktsson -64 kg (HAK)
Kvennaflokkar:
Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir -54 kg (HR/Mjölnir)
Margrét Ásgerður Þorsteinsdóttir -69 kg (Æsir)
Margrét Guðrún Svavarsdóttir -75 kg (HFR)
Karlaflokkar:
Bárður Lárusson -60 kg (HFK)
Jafet Örn Þorsteinsson -75 kg (HFK)
Kristján Kristjánsson -91 kg (HFK)
Mótið fer fram um helgina 1. og 2. apríl en hægt verður að horfa á mótið í beinni útsendingu hér gegn greiðslu.