Saturday, September 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFloyd Mayweather rotaði Tenshin Nasukawa í sýningarbardaga í Japan

Floyd Mayweather rotaði Tenshin Nasukawa í sýningarbardaga í Japan

Floyd Mayweather barðist fyrr í dag í sérstökum sýningarbardaga gegn Tenshin Nasukawa í Rizin í Japan. Þetta var allt hið furðulegasta en Floyd lék sér að Nasukawa og kláraði í 1. lotu.

Rizin var með sitt árlega bardagakvöld á gamlárskvöldi og lauk nú fyrir skömmu. Í aðalbardaganum var sérstakur sýningarbardagi á milli Floyd Mayweather og Tenshin Nasukawa í boxi.

Þar sem um sýningarbardaga var að ræða myndi bardaginn ekki fara á bardagaskor beggja. Floyd kom með sinn eigin dómara og kynni og var þetta allt hið furðulegasta.

Nasukawa er tvítugur sparkboxari sem er rísandi stjarna í Japan. Hann er ósigraður í sparkboxi og MMA en hefur ekki barist atvinnubardaga í boxi. Áður en bardaginn byrjaði leit Nasukawa út fyrir að vera gífurlega einbeittur á meðan Floyd grínaðist og leit út fyrir að hafa varla hitað upp.

Þegar bardaginn byrjaði var Floyd með skrítin högg og leit út fyrir að vera bara að grínast. Nasukawa var ekkert að grínast og reyndi að ógna Floyd. Floyd náði svo að kýla Tenshin niður og kom þarna í ljós að þótt þetta væri sýningarbardagi voru þetta alvöru högg. Floyd kýldi Nasukawa tvisvar niður í viðbót áður en hornið hjá Japananum henti inn handklæðinu.

Sýningarbardaginn, sem átti að standa yfir í þrjár þriggja mínútu lotur, kláraðist því eftir hálfa lotu. Nasukawa var greinilega að taka þessu mjög alvarlega en hann hágrét eftir tapið.

Furðulegur sýningarbardagi kláraðist því snemma.

Í öðrum bardögum Rizin í dag sáum við Kyoji Horiguchi vinna bantamvigtarmeistara Bellator, Darion Caldwell. Þetta var alvöru MMA bardagi þar sem Bellator sendi sinn meistara gegn Rizin meistaranum Kyoji Horiguchi. Svo fór að Horiguchi kláraði Caldwell með „guillotine“ hengingu í 3. lotu og vann sinn 11. bardaga í röð.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular