spot_img
Monday, May 12, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentForstjóri FBI vill setja þjálfun starfskrafts síns í hendur UFC

Forstjóri FBI vill setja þjálfun starfskrafts síns í hendur UFC

Hinn nýráðni forstjóri FBI, Kash Patel, íhugar að fá þjálfara frá UFC til að auka bardagalista- og sjálfsvarnarhæfileika starfsfólks FBI. Þetta á hann að hafa sagt í myndbandssímtali við 55 yfirmenn innan FBI á miðvikudaginn. FBI og UFC hafa neitað að tjá sig um málið en einhverjir innan FBI hafa lýst hugmyndinni sem “súrrealískri“ og “brjálæðislegri”.

Donald Trump forseti Bandaríkjanna er mikill MMA aðdáandi og hefur oft verið viðstaddur á viðburðum UFC, síðast í New York dögum eftir kosningasigur sinn í nóvember. Þar sat hann með Dana White, forseta UFC, sem hann telur náinn vin sinn.

Í símtalinu á Patel að hafa sagt að Dan Bongino, sem Trump réði sem aðstoðarforstjóra FBI, væri mikill UFC aðdáandi. Hann á að hafa hvatt Patel til að prófa þjálfunina. Patel sagði frá áætlunum sínum um að hrista upp í starfsemi FBI í bók sinni „Government Gangsters“, þar sem hann hvatti til þess að flytja höfuðstöðvarnar frá Washington, D.C., og hefta þá sögulegu venju að krefjast þess að FBI-fulltrúar sem vilja gegna eftirlitshlutverki gegni 18 mánaða störfum í höfuðstöðvunum til að öðlast reynslu.

Háar gagnrýnisraddar hafa heyrst um þetta mál og einhverjir embættismenn hafa tjáð sig en þó undir nafnleynd. Áhugvert verður að sjá hvort eitthvað verði úr þessu.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið