spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFöstudagstopplistinn: 10 bestu skrokkhöggin í MMA

Föstudagstopplistinn: 10 bestu skrokkhöggin í MMA

jardineliddell
Keith Jardine lendir góðu sparki á Chuck Liddell. Þetta lítur út fyrir að hafa verið sársaukafullt.

Föstudagstopplistinn í dag snýr að skrokkhöggum. Skrokkhögg er gríðarlega vannýtt tækni í MMA en þegar þau eru notuð rétt geta þau gert gæfumuninn. Í dag skoðum við 10 bestu skrokkhöggin í MMA. Á þessum lista skoðum við ekki röð skrokkhögga sem leiða til sigurs heldur frekar eitt öflugt högg. Það er áhugavert að sjá þegar höggið lendir í lifrina en þá kemur sársaukinn ekki fyrr eftir 1-2 sekúndur og er óbærilegur.

10. Nick Diaz vs. Frank Shamrock. Það er ekki hægt að hafa topplista um skrokkhögg og sleppa Nick Diaz.

9. Mirko “Cro Cop” Filipovic vs. Ibragim Magomedov. Cro Cop með fullkomið “liver kick” á Magomedov í Pride.

8. Rich Franklin vs. Matt Hamill. Franklin sigraði þennan bardaga með tæknilegu rothöggi eftir þetta spark í 3. lotu.

7. Brandon Thatch vs. Paulo Thiago. Ótrúlega vel tímasett hnéspark frá nýliðanum Thatch.

6. Alistair Overeem vs. Brock Lesnar. Það er eiginlega ekki hægt að velja á milli hér og því eru um 2 högg að ræða. Á vinstri myndinni lendir seinna hnésparkið vel á Lesnar sem meiðir hann greinilega. Á myndinni til hægri kemur hann með frábært “liver kick” sem endaði á að klára Lesnar.

 

 

 

 

 

5. Anthony Pettis vs. Donald Cerrone. Frábært “liver kick” frá meistaranum Pettis.

4. Cung Le vs. Scott Smith 2. Seinni bardagi Cung Le gegn Scott Smith endaði með þessu frábæra snúningssparki.

 3. Anderson Silva vs. Chael Sonnen 2. Hárnákvæmt hnéspark frá goðsögninni.

2. Anderson Silva vs. Stephan Bonnar. Annað ótrúlega nákvæmt hnéspark hjá Silva. Bonnar sagði eftir bardagann að hann hefði aldrei fundið annan eins sársauka eftir skrokkhögg á ferlinum. 

1. David  Loiseau vs. Charles  McCarthy. Ótrúlega vel tímasett hringspark hjá Loiseau.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular