Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaOpnunarhátíð VBC og HFK

Opnunarhátíð VBC og HFK

vbc 2Formleg opnunarhátíð Vallentuna Boxing Camp og Hnefaleikafélag Kópavogs fer fram þann 21. desember. Opnað verður fyrir dyrnar klukkan 14:00 og mun kynningin standa yfir til 17:00.

VBC og HFK fluttu nýlega í nýtt og betra 800 fermetra húsnæði á Smiðjuvegi 28 í Kópavogi. Á kynningunni verður kennsla kynnt fyrir komandi ár og má þar nefna Muay Thai, Freestyle wrestling, Hnefaleika, Brasilískt Jiu-Jitsu og lotu æfingar sem kallast Spartanþrek. Boðið verður uppá að fylgjast með sýningarbardaga í Brasilísku Jiu-Jitsu og í Hnefaleikum. Rapparinn góðkunni Sesar A mun taka lagið og einnig verður boðið uppá léttar veitingar.

MMAfréttir.is hvetur alla áhugamenn um bardagaíþróttir til þess að koma og skoða.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular