spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFrancis Ngannou tekur sér frí eftir tapið gegn Stipe Miocic

Francis Ngannou tekur sér frí eftir tapið gegn Stipe Miocic

Francis Ngannou ætlar að taka sér góða hvíld eftir tapið gegn Stipe Miocic. Ngannou tapaði fyrir Miocic um síðustu helgi í bardaga um þungavigtartitilinn.

Francis Ngannou hefur verið á hraðri uppleið í UFC en tapaði í fyrsta sinn í UFC um síðustu helgi. Eftir jafna fyrstu lotu tók Miocic yfir bardagann og var Ngannou örþreyttur megnið af bardaganum.

Ngannou sagði á Instagram síðunni sinni í gær að hann ætlaði að taka sér smá pásu til að hlúa að einkalífinu. Ngannou hefur búið í Las Vegas undanfarna mánuði en ætlar núna heim að kíkja á fjölskyldu og vini. Þessi kamerúnski bardagamaður er þó ekki af baki dattinn eftir tapið og verður áhugavert að sjá hann aftur í búrinu þegar hann snýr aftur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular