0

Francis Ngannou tekur sér frí eftir tapið gegn Stipe Miocic

Francis Ngannou ætlar að taka sér góða hvíld eftir tapið gegn Stipe Miocic. Ngannou tapaði fyrir Miocic um síðustu helgi í bardaga um þungavigtartitilinn.

Francis Ngannou hefur verið á hraðri uppleið í UFC en tapaði í fyrsta sinn í UFC um síðustu helgi. Eftir jafna fyrstu lotu tók Miocic yfir bardagann og var Ngannou örþreyttur megnið af bardaganum.

Ngannou sagði á Instagram síðunni sinni í gær að hann ætlaði að taka sér smá pásu til að hlúa að einkalífinu. Ngannou hefur búið í Las Vegas undanfarna mánuði en ætlar núna heim að kíkja á fjölskyldu og vini. Þessi kamerúnski bardagamaður er þó ekki af baki dattinn eftir tapið og verður áhugavert að sjá hann aftur í búrinu þegar hann snýr aftur.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.