spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFrankie Edgar og Cub Swanson þræta um hvor eigi að fá næsta...

Frankie Edgar og Cub Swanson þræta um hvor eigi að fá næsta titilbardaga

Eftir sigur Max Holloway á Jose Aldo um síðustu helgi er stóra spurningin hver verði næsta áskorun Holloway. Þeir Cub Swanson og Frankie Edgar koma báðir til greina og vilja báðir meina að þeir eigi titilbardagann skilið.

Max Holloway hefur unnið þá flesta í fjaðurvigtinni eftir 11 bardaga sigurgöngu. Holloway hefur hins vegar ekki enn mætt Frankie Edgar og þykir hann líklegastur í röðinni.

Edgar er í 2. sæti á styrkleikalistanum og hefur unnið tvo bardaga síðan hann tapaði fyrir Jose Aldo á UFC 200 í fyrra. Edgar sigraði Jeremy Stephens á UFC 205 og Yair Rodriguez á UFC 211 í síðasta mánuði.

„Það er enginn annar sem kemur til greina nema ég. Það hefur enginn gert það sem ég hef gert,“ sagði Frankie Edgar í The MMA Hour á mánudaginn.

Cub Swanson er hins vegar ekki á sama máli.

Edgar var léttvigtarmeistari UFC frá 2010 til 2012 en hefur síðan þá tapað fjórum titilbardögum – tveimur í léttvigt og tveimur í fjaðurvigt.

Swanson telur að Edgar hafi þegar fengið sitt tækifæri og eigi ekki skilið sinn þriðja titilbardaga í fjaðurvigtinni. Swanson er aftur á móti með tap gegn Max Holloway árið 2015 en síðan þá hefur hann unnið fjóra bardaga í röð. Andstæðingarnir eru þó ekki ofarlega í fjaðurvigtinni en þess má geta að Frankie Edgar vann Swanson árið 2014.

Það er ansi líklegt að fyrsta titilvörn Max Holloway verði gegn annað hvort Frankie Edgar eða Cub Swanson. Stóra spurningin er bara hvor verður það?

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular