spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFreddie Roach skipaði lykilhlutverk í nýjum samningi Georges St. Pierre

Freddie Roach skipaði lykilhlutverk í nýjum samningi Georges St. Pierre

GSP, Freddy Roach og Manny Pacquiao.

Boxþjálfarinn Freddie Roach var Georges St. Pierre afar hjálplegur þegar Kanadamaðurinn samdi við UFC að nýju. Í síðustu viku var það staðfest að Georges St. Pierre hafi undirritað nýjan samning við UFC eftir þriggja ára fjarveru.

Georges St. Pierre (GSP) hafði lengi reynt að semja aftur við UFC en samningaviðræður gengu erfiðlega. GSP hætti árið 2013 sem ríkjandi veltivigtarmeistari en hefur í hálft ár reynt að koma aftur í UFC. Það var ekki fyrr en GSP hitti Freddie Roach aftur sem boltinn fór að rúlla. Roach hefur unnið með GSP við og við undanfarin ár.

Boxþjálfarinn er með mörg sambönd í gegnum langan feril sem einn besti boxþjálfari samtímans og hefur þekkt einn af eigendum UFC, Ari Emanuel, í áratug. Roach hafði samband við umboðsmanninn Nick Khan og kynnti hann fyrir GSP.

„Við komum upp með góða leikáætlun. Við vildum ná besta mögulega samningnum fyrir Georges. Ég þjálfa hann oft og hann er frábær náungi. Hann þurfti smá hjálp og við útveguðum hana,“ sagði Roach í The MMA Hour á mánudaginn.

„Georges var svekktur þar sem hans fólk náði ekki að klára samninginn. Það var einhver andúð á milli [hans fólks og UFC]. Ég og Nick Khan vorum hlutlausir og vorum með góða leikáætlun. Við náðum mjög góðum samningi fyrir hann. Þetta gekk allt vel eftir. Allir voru ánægðir að lokum. Ég hlakka til að hjálpa Georges fyrir bardagana, þetta verður gaman.“

GSP er ánægur með nýja samninginn og er yfirþjálfari hans, Firas Zahabi, mjög ánægður með hvað Roach gerði. „Freddie er valdamikill maður. Hann er bófi. Þegar Freddie Roach hringir svarar fólk símanum. Það kemur mér ekki á óvart að hann skyldi hafa klárað samninginn,“ sagði Zahabi í The MMA Hour.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular