0

Joanna Jedrzejczyk mætir Jessicu Andrade í maí

UFC hefur staðfest næsta titilbardaga Joanna Jedrzejczyk. Sú pólska mætir þá Jessicu Andrade á UFC 211 þann 13. maí.

UFC 211 fer fram í Dallas og stefnir allt í gott kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Stipe Miocic og Junior dos Santos um þungavigtarbeltið.

Nú hefur annar titilbardagi bæst við þar sem strávigtarmeistarinn Jedrzejczyk mun verja titilinn sinn í fimmta sinn. Andstæðingur hennar, Jessica Andrade, er 3-0 eftir að hún færði sig niður í strávigtina. Síðast sáum við Andrade vinna Angelu Hill á UFC 208 í skemmtilegum bardaga.

Joanna Jedrzejczyk er ósigruð í MMA og unnið andstæðinga á borð við Karolinu Kowalkiewicz, Claudiu Gadelha, Valeríe Létourneau, Carla Esparza og Jessicu Penne.

Bardaginn verður næstsíðasti bardagi kvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply