Monday, June 17, 2024
spot_img
HomeErlentAlan Jouban æfir með Lyoto Machida

Alan Jouban æfir með Lyoto Machida

Alan Jouban mætir Gunnari Nelson á UFC bardagakvöldinu í London þann 18. mars. Hann er á fullu að undirbúa sig fyrir bardagann og æfði nýlega með Lyoto Machida.

Alan Jouban birti ofangreinda mynd af sér á dögunum á Instagram með nokkrum vel völdnum æfingafélögum. Þar er hann með Machida bræðrunum Lyoto og Chinzo ásamt glímuþjálfaranum Kenny Johnson en allt eru þetta alvöru menn!

Lyoto Machida var léttþungavigtarmeistari UFC árið 2009 og einn af bestu karate-mönnum sem sést hefur í MMA. Machida var einn sá fyrsti til að nota karate vel í MMA og vann sína fyrstu 16 bardaga.

Eftir að hann tapaði beltinu til Mauricio ‘Shogun’ Rua reyndi hann að endurheimta titilinn og skoraði á Jon Jones. Líkt og allir mátti hann sætta sig við tap gegn Jones en síðar fór Machida niður í millivigt og þar gerði hann atlögu að titlinum en án árangurs. Chinzo Machida kom seint inn í MMA en er líka með þennan karate bakgrunn sem hefur virkað vel fyrir hann og er með fjögur rothögg í fimm sigrum.

Eins og flestum er kunnugt um er Gunnar með karate bakgrunn sjálfur og kemur flest fótavinnan hans þaðan. Það er því ljóst að Jouban ætlar að koma vel undirbúinn fyrir karate stíl Gunnars eftir æfingar með Machida bræðrum.

Jouban æfir hjá Blackhouse í Los Angeles en þar hafa þeir karate bræður lengi æft. Jouban ætti því að vera vanur að eiga við svona karate stíl.

Þriðji maðurinn á myndinni er svo glímuþjálfarinn Kenny Johnson. Johnson æfði undir Dan Gable (einum besta glímumanni- og þjálfara allra tíma) í University of Iowa. Johnson hefur þjálfað menn á borð við BJ Penn, Anderson Silva, Paul Daley, Lyoto Machida, Jose Aldo og Antonio Nogueira og hjálpað þeim með glímuna sína.

Það er því ljóst að Jouban ætlar að koma vel undirbúinn til leiks gegn Gunnari. Jouban ætlar að halda þessu standandi og takast á við Gunnar standandi.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular