Machado Garry, sem er í 7. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni, stígur inn í búrið eftir fyrsta tap sitt á atvinnumannaferlinum gegn Shavkat Rakhmonov. Prates, sem situr í 13. sæti styrkleikalistans, hefur rotað hvern og einn af síðustu 10 andstæðingum sínum.
Alan Jouban, fyrrverandi UFC bardagamaður og MMA greinand, spáði fyrir um bardagann í viðtali við ESPN. Alan Jouban ætti að vera okkur kunnugur en hann mætti Gunna í London árið 2018 og endaði bardaginn með guillotine hengingu og fallegum sigri Gunnars í annarri lotu.
Greining Jouban á Ian Garry:
Hann verður mun hraðari og slunginn bardagamaður. Eitt sem ég hef tekið eftir hjá Machado er að þó hann sé skrautlegur í viðtölum, þá er hann ekki hræddur við að láta áhorfendur búa til bardaga sem þykir „leiðinlegur“. Hann er alltaf tilbúinn að endurstilla stöðu sína, og þess vegna lendir hann ekki í slæmum aðstæðum. Um leið og hann finnur að hann er með bakið upp við búrið í slæmri stöðu, mun hann endurstilla sig með hliðarhreyfingum. Þannig að það er lykilatriðið hjá honum: Að vera tilbúinn að endurstilla bardagann og nýta sér hraðann og fjarlægðina.
Greining Jouban á Prates:
Prates er svo erfiður viðureignar vegna þess að hann er með stuttan búk og mjög langa handleggi, sem gerir hann blekkjandi. Þú sérð mann á sömu hæð og þú, svo þú stillir þig upp í venjulegri fjarlægð. Svo skyndilega ertu að fá högg frá þessum „go-go gadget“ handleggjum. Þrátt fyrir það þarf Prates samt að ná að loka hann af. Prates er dæmigerður örvhentur bardagamaður. Ég sé mikið af UFC goðsögninni Anderson Silva í honum. Hann reynir að halda andstæðingi sínum í kyrrstöðu og kasta vopnum af vinstri hliðinni. Hann þarf að geta króað af Machado Garry, sem er frábær í að hringsnúast í burtu, jafnvel þótt það geri bardagann leiðinlegan. Ekki láta það koma þér á óvart ef Prates þarf að verjast fellutilraun frá Machado Garry líka.
Jafnir stuðlar en Ian þykir líklegri
Veðmálabankarnir meta Ian Garry örlítið líklegri til að sigra en Coolbet er með Garry á x 1,76 og Prates á x 2,12 þessa stundina.Ian Garry samþykkti bardagann við Prates með stuttum fyrirvara eftir að Geoff Neal dró sig úr bardaganum. Það er vanalega ekki góðs viti, en Ian Garry mætti síðast Shavkat Rakhmanov með stuttum fyrirvara og fór sá bardagi alla leið og vann Garry 2 af 5 lotum, sem verður að segja ansi gott gegn manni sem er af mörgum talinn næsti meistari deildarinnar.
Carlos Prates hefur á sama tíma verið gagnrýndur fyrir óheilsusamlegan lífsstíl en hann bæði reykir og drekkur reglulega. Netverjar eru á þeirri skoðun að ef bardaginn dregst á langinn muni hann snúast Garry í vil vegna þess.
Prates hefur barist fjórum sinnum í UFC og hefur hann mætt reyndum bardagamönnum í öll skiptin, en þrátt fyrir það hefur hann klárað alla bardagana sína með rothöggi og sýnt mikla yfirburði.