Jimmy Smith hætti nýverið sem lýsandi hjá Bellator. Hann hefur nú skrifað undir samning við UFC og hefur störf þar í næstu viku.
Jimmy Smith lýsti lengi vel bardögunum í Bellator og þykir afar fær í sínu fagi. Fyrir tveimur vikum síðan hætti hann störfum hjá Bellator. UFC var ekki lengi að bjóða honum starf en Joe Rogan, lýsandi hjá UFC, hefur lengi lagt til að UFC ráði Smith. Jimmy Smith var 5-1 á ferli sínum sem atvinnumaður í MMA.
Fyrsta verkefni Smith verður á Fox Sports 1 skrifborðinu í kringum bardaga á UFC 220. Hann mun því ekki lýsa bardögunum sjálfur heldur aðallega fjalla um upphitunarbardagana.