Gareth Strange eyddi 11 árum hjá Manchester United en þann 5. september berst hann sinn þriðja MMA bardaga.
Gareth Strange spilaði sem miðvörður fyrir unglingalið Manchester United og var í unglingalandsliðum Englands ásamt leikmönnum eins og Joe Cole og Leon Osman. Hann yfirgaf Old Trafford árið 2001 en náði hvergi að festa sig í sessi eftir hnémeiðsli og lagði skóna á hilluna.
Strange hóf að æfa MMA fyrir tveimur árum síðan og tók sinn fyrsta bardaga í fyrra. Hann hefur sigrað einn bardaga og tapað einum en hans næsti bardagi fer fram í Shinobi War bardagsamtökunum þann 5. september. Þó nokkrir Íslendingar hafa barist í Shinobi samtökunum.
Hinn 33 ára Strange berst í léttvigt en eftir að hann hætti í boltanum saknaði hann þess að keppa. Að sögn Strange hefur hann aldrei verið í betra formi og nú og segir tilfinninguna sem fylgir því að keppa sé sú sama í MMA og í fótbolta.