spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFyrrum leikmaður Manchester United keppir í MMA

Fyrrum leikmaður Manchester United keppir í MMA

Gareth-StrangeGareth Strange eyddi 11 árum hjá Manchester United en þann 5. september berst hann sinn þriðja MMA bardaga.

Gareth Strange spilaði sem miðvörður fyrir unglingalið Manchester United og var í unglingalandsliðum Englands ásamt leikmönnum eins og Joe Cole og Leon Osman. Hann yfirgaf Old Trafford árið 2001 en náði hvergi að festa sig í sessi eftir hnémeiðsli og lagði skóna á hilluna.

Strange hóf að æfa MMA fyrir tveimur árum síðan og tók sinn fyrsta bardaga í fyrra. Hann hefur sigrað einn bardaga og tapað einum en hans næsti bardagi fer fram í Shinobi War bardagsamtökunum þann 5. september. Þó nokkrir Íslendingar hafa barist í Shinobi samtökunum.

Hinn 33 ára Strange berst í léttvigt en eftir að hann hætti í boltanum saknaði hann þess að keppa. Að sögn Strange hefur hann aldrei verið í betra formi og nú og segir tilfinninguna sem fylgir því að keppa sé sú sama í MMA og í fótbolta.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular