Wednesday, May 1, 2024
HomeErlentUFC setur saman ellefu bardaga

UFC setur saman ellefu bardaga

UFC Logo Vector ResourceÞað er lítið um að vera í MMA heiminum þessa dagana. Það er þó allt á fullu á skrifstofu UFC þar sem bardagasamtökin hafa á síðustu dögum staðfest ellefu nýja bardaga hér og þar.

UFC Fight Night 77 hefur tekið á sig mynd á síðustu dögum. Í gær var það staðfest að Glover Teixeira mæti Patrick Cummins á bardagakvöldinu en bardagakvöldið fer fram í Sau Paulo í Brasilíu. Í aðalbardaganum mætast þeir Vitor Belfort og Dan Henderson.

UFC bætti í gær tveimur bardögum á kvöldið en Johnny Case mætir Yan Cabral og Bruno Rodriguez mætir Matheus Nicolau. Viðureign milli Gleison Tibau og Abel Trujillo var staðfest nýlega sem og bardagi milli Gilbert Burns og Rashid Magomedov.

Brasilíski slagsmálahundurinn Fabio Maldonado og hinn skítugi Tom Lawler munu leiða saman hesta sína á bardagakvöldinu og ætti það að vera þrælgóð skemmtun milli tveggja skemmtikrafta. Gasan Umalatov mætir Viscardi Andrade sama kvöld en Umalatov hefur ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Cathal Pendred í október í fyrra.

UFC Fight Night 77 fer fram þann 7. nóvember og er farið að líta ansi vel út. Burns og Magomedov eru tveir mjög efnilegir í léttvigtinni og þá ætti viðureign Case og Cabral að vera þrælskemmtileg. Cabral er frábær gólfglímumaður en hans eina tap í UFC kom gegn góðvini okkar Zak Cummings.

Mexíkóinn Erik Perez mun mæta Damian Stasiak á bardagakvöldi í Mexíkó þann 21. nóvember. Eins og við greindum áður frá mun Matt Brown mæta Kelvin Gastelum í aðalbardaga kvöldsins.

Tólfti og síðasti bardaginn á UFC 192 var staðfestur í gær en það verður viðureign milli Islam Makhachev og Adriano Martins. Makhachev þykir mjög efnilegur bardagamaður frá Dagestan en hann sigraði sinn fyrsta UFC bardaga með miklum yfirburðum. Adriano Martins er með þrjá sigra og eitt tap (rothögg frá Donald Cerrone) í UFC og lofar þessi bardagi góðu. Þá munu þær Raquel Pennington og Jessica Andrade mætast í annað sinn á UFC 191.

Að lokum hefur Roan Carneiro dregið sig úr bardaganum gegn Gegard Mousasi í Japan þann 27. september en í hans stað kemr Uriah Hall.

Allt í allt eru þetta ellefu bardagar. Þrátt fyrir alla þessa bardaga bólar ekkert á bardaga fyrir Gunnar Nelson enn sem komið er.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular