Thursday, June 20, 2024
spot_img
HomeErlentKelvin Gastelum snýr aftur í veltivigtina og mætir Matt Brown

Kelvin Gastelum snýr aftur í veltivigtina og mætir Matt Brown

kelvin gastelum
Kelvin Gastelum þegar hann vann með Mike Dolce.

Kelvin Gastelum mun snúa aftur í veltivigtina þegar hann mætir Matt Brown á TUF Latin America 2 Finale. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins og fer fram þann 21. nóvember.

Kelvin Gastelum var skipað að fara upp í millivigtina eftir að hafa tvívegis mistekist að ná veltivigtartakmarkinu. Þar sigraði hann Nate Marquardt og lýsti yfir áhuga á að fara aftur niður í veltivigt. Dana White virtist í fyrstu ekki yfir sig hrifinn af þeirri hugmynd og var ekki sannfærður um að Gastelum hefði lært af mistökum sínum. Eitthvað hefur þó breyst og mun Gastelum fá annað tækifæri í veltivigtinni.

Vandamál Gastelum eru fyrst og fremst agaleysi í mataræðinu. Hann ætti auðveldlega að geta náð 170 punda veltivigtartakmarkinu en gerir sér erfitt fyrir með því að tútna of mikið út á milli bardaga. Hann vann áður með næringafræðingnum Mike Dolce en Dolce gat ekki unnið lengur með Gastelum þar sem hann krefst þess að viðskiptavinir sínir haldi góðu mataræði allan ársins hring. Það er eitthvað sem Gastelum gerði ekki og tútnaði hann ávallt vel út á milli bardaga sem gerði niðurskurðinn mun erfiðari.

Matt Brown sigraði Tim Means á UFC 189 í júlí sem batt enda á tveggja bardaga taphrynu hans. Brown er einn skemmtilegasti bardagamaðurinn í veltivigtinni og ætti bardaginn að verða góð skemmtun.

Kelvin Gastelum var þjálfari í 2. seríu TUF Latin America 2 ásamt Efrain Escudero. Það stóð aldrei til að þeir myndu mætast enda keppir Escudero í léttvigt. Á bardagakvöldinu verða einnig úrslitabardagar seríunnar og Escudero mætir Leandro Silva á viðburðinum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

  1. Það verður fróðlegt að sjá hvernig weight cuttið gengur hjá Kelvin að þessu sinni. Og ef hann nær því hvernig hann verður þá á fight day þar sem þessi bardagi er eftir að iv verður bannað.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular