Sunday, June 23, 2024
spot_img
HomeErlentPalhares sviptur titlinum - Ætti hann að fá bann frá MMA?

Palhares sviptur titlinum – Ætti hann að fá bann frá MMA?

sad palharesRousimar Palhares hefur verið sviptur WSOF titlinum eftir að hafa haldið uppgjafartaki of lengi. Þetta er í sjötta sinn sem Palhares er ásakaður um að hafa haldið uppgjafartaki of lengi eftir að andstæðingurinn hefur gefist upp.

Rousimar Palhares varði veltivigtartitil sinn gegn Jake Shields á laugardaginn í World Series of Fighting. Eftir að hann náði Shields í „kimura“ axlarlásinn neyddist Shields til að gefast upp. Palhares sleppti uppgjafartakinu þó ekki og meira að segja snéri meira upp á öxlina þrátt fyrir að Shields tappaði ítrekað út.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Palhares heldur uppgjafartaki of lengi. Hann hélt til að mynda „heel hook“ alltof lengi gegn Thomas Drwal og „kneebar“ of lengi gegn Mike Pierce með þeim afleiðingum að Palhares var rekinn úr UFC. Hér fer UFC bardagamaðurinn Joe Lauzon yfir uppgjafartökin hans en dæmin eru fleiri en ofangreind tilvik.

palhares dirty bastard

En ætti Palhares að vera meinað að keppa í MMA? Hann hefur ítrekað gert þetta og virðist alltaf vera jafn hissa eftir á. Hann virðist einnig ekki átta sig á skaðanum sem hann veldur. Auk þess er liðið hans ávallt að verja hann og virðast ekkert skilja í þessari ósanngjörnu gagnrýni sem Palhares fær.

„Hey kannski hafa gagnrýnendurnir rétt fyrir sér. Kannski ætti ég að passa mig betur. Kannski er ég að gera eitthvað rangt.“ Þetta er hugsun sem virðist ekki vera til staðar hjá Palhares. Hann sér aldrei neitt rangt við það sem hann gerir og virðist ekki skilja þessa gagnrýni. Hann ekki heima í MMA því hann virðist aldrei sjá eftir gjörðum sínum.

Það sorglega við þetta er að þetta er svo mikill óþarfi hjá honum. Hann er að klára heimsklassa glímumenn á borð við Jake Shields og Jon Fitch með uppgjafartökum. Ef hann væri ekki svona mikill vitleysingur að halda uppgjafartökunum of lengi væri umræðan allt önnur. Fólk væri frekar að tala um hversu góður Palhares væri en í stað þess er fólk að ræða um hvort hann eigi að fá að keppa aftur í MMA eða ekki. Það er sorglegt fyrir hinn seinheppna Palhares.

Palhares potaði einnig ítrekað í augu Shields í bardaganum. Hin vanhæfi dómari, Steve Mazzagati, varaði hann ítrekað við en Palhares virtist ekkert skilja hvað hann væri að gera rangt.

Eftir að Palhares loksins sleppti uppgjafartakinu kýlir Shields til hans. Í flestum tilvikum væru allir að tala um viðbrögð Shields og ætti hann mögulega yfir höfði sér bann fyrir athæfi sitt. Flestum virðist þó vera sama um hvort Shields hafi kýlt til hans eftir að bardaganum lauk. Hann átti það inni og segir það nokkuð um ímynd Palhares.

Palhares virðist vera ófær um að læra af mistökum sínum og gerir sífellt brotlegur um sama hlutinn. Auk þess að pota í augu Shields féll hann á lyfjaprófi árið 2012 fyrir of hátt testósterón magn. Maðurinn er einfaldlega svindlari og á ekki heima í MMA. Maðurinn ætti að fá lífstíðarbann frá MMA.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular