spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFyrrum UFC bardagamaðurinn Ryan Jimmo látinn

Fyrrum UFC bardagamaðurinn Ryan Jimmo látinn

ryan jimmoKanadíski bardagamaðurinn Ryan Jimmo lést í gær eftir að hafa orðið fyrir bíl. Hinn 34 ára Jimmo barðist sjö sinnum í UFC en bílstjórinn ók á brott.

Samkvæmt heimildum CBC News átti Jimmo í rifrildi við annan bílstjóra um kl. 2:15 á sunnudagsmorgni í Edmonton, Kanada. Jimmo var að labba frá bifreið hins ökumannsins þegar bíllinn gaf í og keyrði á Jimmo og yfirgaf svo vettvanginn. Tveir hvítir karlmenn voru í pallbílnum sem keyrði á Jimmo samkvæmt sjónarvottum. Þeir grunuðu ganga enn um lausir og leitar lögreglan í Edmunton að vitnum sem gætu veitt frekari upplýsingar um málið.

Ryan Jimmo æfði bardagaíþróttir alla ævi en hann var í karate lengi vel áður en hann tók stökkið yfir í MMA. Hann var með 19 sigra sem atvinnumaður og fimm töp en þess má geta að Jimmo vann 17 sigra í röð eftir að hafa tapað sínum fyrsta atvinnubardaga. Hann kom inn í UFC með hvelli og rotaði Anthony Perosh eftir aðeins sjö sekúndur í sínum fyrsta bardaga í UFC.

Jimmo var látinn fara úr UFC í fyrra eftir tvö töp í röð. Hans síðasti bardagi var því gegn Francimar Barroso í maí 2015.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular