0

Myndband: Þegar Daniel Cormier varð meistari

daniel cormierDaniel Cormier varð léttþungavigtarmeistari UFC í maí 2015 eftir sigur á Anthony Johnson. Hér rifjum við upp sigurinn frækna.

Á UFC 200 mun Daniel Cormier freista þess að hefna fyrir sitt eina tap á MMA ferlinum. Þá mætir hann erkióvini sínum, Jon Jones, í aðalbardaga UFC 200.

Þeir Cormier og Jones áttu að mætast þann 23. apríl á þessu ári en þegar Cormier meiddist kom Ovince St. Preux í hans stað. Þeir Jones og St. Preux börðust því um bráðabirgðarbeltið í léttþungavigtinni í staðinn. Jones sigraði og verða beltin þeirra Jones og Cormier því sameinuð á UFC 200.

Aðstæðurnar í aðdraganda UFC 187 voru óvenjulegar. Til stóð að Jones myndi mæta Anthony Johnson um léttþungavigtarbeltið en eftir að hafa komist í kast við lögin var Jones sviptur titlinum og settur í tímabundið bann. Þeir Cormier og Johnson börðust því um lausan titilinn í léttþungavigtinni.

Bardagi Cormier gegn Anthony Johnson var spennuþrunginn. Anthony Johnson er einn höggþyngsti maðurinn í MMA og er með dýnamít í höndunum. Johnson náði að smella einni bombu í höfuð Cormier eftir aðeins 30 sekúndur. Þetta var í fyrsta sinn sem Cormier hafði verið kýldur niður á ferlinum og var hann strax kominn í vandræði. Cormier var þó fljótur að komast aftur á fætur og hóf að spila sinn leik.

Cormier sýndi mátt sinn og megin og átti næstu tvær lotur algjörlega. Hann stjórnaði Johnson í gólfinu og sýndi honum olnbogana sína. Johnson átti sína spretti í upphafi 2. lotu en um leið og Cormier náði taki á Johnson átti hann litla möguleika á að sleppa.

Cormier braut Johnson niður og tókst að lokum að ná bakinu á örmagna Johnson. Johnson reyndi lítið til að losna úr hengingunni og gafst upp þegar 2. lota var rúmlega hálfnuð. Daniel Cormier var léttþungavigtarmeistari UFC.

Þetta var gríðarlega þýðingarmikill sigur fyrir Cormier sem hafði nokkrum mánuðum áður tapað fyrir Jon Jones. Þann 9. júlí mætir Cormier aftur Jon Jones og getur ekki hugsað sér að tapa aftur fyrir erkióvini sínum.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.