0

Bjarni Kristjánsson keppir á Heimsmeistaramótinu í Vegas

bjarni k

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Mjölnismaðurinn Bjarni Kristjánsson keppir á heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Mótið fer fram í Las Vegas í næstu viku en þetta er í þriðja sinn sem mótið fer fram.

Bjarni keppir í léttþungavigt (92 kg) og hefst mótið á þriðjudaginn. Mótið er hluti af International Fight Week í UFC sem er einn af hápunktum ársins hjá UFC.

IMMAF (International Mixed Martial Arts Federation) halda árlega Heimsmeistara og Evrópumót. Í fyrra tóku átta Íslendingar þátt á Evrópumótinu þar sem þau Sunna og Bjarki Þór urðu Evrópumeistarar.

230 keppendur eru skráðir til leiks á þetta World Championships of Amateur MMA mót í 13 þyngarflokkum (karla og kvenna). 19 keppendur eru í flokkinum hans Bjarna og getur hann átt von á því að keppa nokkra bardaga á nokkrum dögum fari svo að hann sigri og komist áfram.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply