0

UFC 202 tekur á sig mynd – Neil Magny kominn með bardaga

diaz mcgregor 2 UFC 202UFC 202 er heldur betur að taka á sig mynd þessa dagana. UFC staðfesti tvo bardaga í morgun og nokkuð stór bardagi í veltivigtinni er sagður vera í pípunum þetta kvöld.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Conor McGregor og Nate Diaz í endurati. Bardagakvöldið fer fram þann 20. ágúst í Las Vegas.

Glover Teixeira átti að mæta Anthony Johnson á UFC on Fox bardagakvöldinu í júlí. Vegna fjölskylduaðstæðna neyddist Johnson til að draga sig úr bardaganum og hefur bardaginn því verið aftur settur saman í ágúst.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Þeir Rick Story og Donald Cerrone munu svo leiða saman hesta sína þetta kvöld. Rick Story snéri aftur í búrið í maí eftir langa fjarveru og sigraði Tarec Saffiedine. Þar áður sigraði hann okkar mann, Gunnar Nelson, og er því núna á þriggja bardaga sigurgöngu. Cerrone hefur sigrað tvo bardaga í röð í veltivigtinni eftir langa veru í léttvigtinni. Fyrr í mánuðinum sigraði hann Patrick Cote með tæknilegu rothöggi í 3. lotu.

Sama kvöld mun Neil Magny mæta Dong Hyun Kim en þetta herma heimildir Globo í Brasilíu.

Margir vildu sjá Gunnar Nelson mæta Neil Magny eftir sigur hans á Albert Tumenov í maí. Það er nú ljóst að Gunnar verður ekki næsti andstæðingur Neil Magny en Magny er 7. sæti styrkleikalista UFC. Dong Hyun Kim er í 9. sæti og því ætti þetta að verða hörku viðureign í veltivigtinni. Þessi bardagi er þó ekki staðfestur af UFC en Globo þykir traustur miðill.

Við bíðum enn eftir næsta bardaga hjá Gunnari og nokkuð öruggt að fullyrða að hann muni ekki berjast fyrr en með haustinu.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.