Fyrsta bardagakvöldi Rizin FF lauk nú í morgun. Bardagakvöldið fór fram í Japan og mættust þeir Shinya Aoki og Kazushi Sakuraba í aðalbardaga kvöldsins.
Tíu af ellefu bardögum kvöldsins luku með rothöggi eða uppgjafartaki. Áhorfendur í Japan fengu því eitthvað fyrir sinn snúð en bardagakvöldið þótti afar góð skemmtun. Shinya Aoki rotaði Kazushi Sakuraba eftir 5:56 í fyrstu lotu. Í Rizin FF eru loturnar líkt í Pride, ein tíu mínútna lota og ein fimm mínútna lota.
Það var leitt að sjá Sakuraba taka við alltof mörgum höggum í tapi sínu gegn Shinya Aoki en dómarinn hefði getað stoppað bardagann mun fyrr. Þetta var fjórða tap Sakuraba í röð.
Fyrsta umferð í 8-manna útsláttarkeppni Rizin FF í þungavigt fór fram í dag en undanúrslitin og úrslit fara svo fram á gamlárskvöld. Muhammad ‘King Mo’ Lawal var meðal þeirra sem komst áfram í undanúrslitin með því að rota Brett McDermott eftir 9:10 í fyrstu lotu.
Hér má sjá öll úrslitin úr þessari fyrstu keppni Rizin FF.
Opinn þyngdarflokkur: Shinya Aoki sigraði Kazushi Sakuraba með tæknilegu rothöggi eftir 5:56 í 1. lotu. Fyrsta umferð í útsláttarkeppninni: Jiri Prochazka sigraði Satoshi Ishii með rothöggi eftir 1:36 í 1. lotu. Fyrsta umferð í útsláttarkeppninni: Vadim Nemkov sigraði Goran Reljic með rothöggi eftir 2:58 í 1. lotu. Fyrsta umferð í útsláttarkeppninni: Teodoras Aukstuolis sigraði Bruno Cappelozza með rothöggi eftir 3:32 í 1. lotu. Fyrsta umferð í útsláttarkeppninni: Muhammed Lawal sigraði Brett McDermott með rothöggi eftir 9:10 í 1. lotu. Fyrsta umferð í útsláttarkeppninni (aukabardagi): Valentin Moldavsky sigraði Yuta Uchida með „rear naked choke“ efitr 2:20 í fyrstu lotu. Fjaðurvigt: Hiroyuki Takaya sigraði Daiki Hata eftir dómaraákvörðun. Bantamvigt: Hideo Tokoro sigraði Kizaemon Saiga með „armbar“ eftir 5:15 í 1. lotu. Millivigt: Anatoly Tokov sigraði A.J. Matthews með rothöggi eftir 0:55 í 1. lotu. Fluguvigt: Felipe Efrain sigraði Yuki Motoya með tæknilegu rothöggi en bardaginn var úrskurðaður ógildur þar sem Efrain náði ekki vigt. Þungavigt: Kirill Sidelnikov sigraði Carlos Toyota með tæknilegu rothöggi eftir 2:32 í 1. lotu. Þungavigt: Tsuyoshi Kohsaka sigraði James Thompson með tæknilegu rothöggi eftir 1:58 í 2. lotu.
Þetta var fyrsta bardagakvöld Rizin FF en það næsta fer fram á gamlárskvöld þar sem Fedor Emelianenko mætir Jaideep Singh.