Bardagasamtök Jorge Masvidal, Gamebred Bareknuckle MMA, mun krýna sinn fyrsta þungavigtarmeistara laugardaginn 2. mars þegar fyrrum UFC þungavigtarmeistarinn Junior Dos Santos mun mæta Alan “The Talent” Belcher í Orlando, Florida.
Junior Dos Santos átti farsælan UFC feril og var meistari á árunum 2011-2012. “Cigano” var látinn laus frá UFC eftir 12 ár innan sambandsins þar sem hann barðist við þá bestu af þeim bestu allt fram í endann. Hann endaði á að tapa 4 bardögum í röð gegn afar sterkum andstæðingum áður en ákveðið var að UFC ferill hans væri á enda.
Alan Belcher barðist einnig 16 sinnum undir merkjum UFC frá 2006 til 2013 og hefur átt glæsilegan hnefaleika- og “berhnúa” hnefaleikaferil sem hófts í ágúst 2021.
Fyrir það hafði hann ekki barist síðan hann mætti Michael Bisping í síðasta UFC bardaga sínum 8 árum áður, í millivigt.
Alan Belcher hefur ekki tapað einum einasta bardaga síðan hann sneri tilbaka sem hnefaleikamaður en þeir hafa verið 10 talsins, 4 af þeim í bernhnúahnefaleikum. Hann var þungavigtarmeistari Bareknuckle FC og hefur barist áður fyrir Jorge Masvidal sem hann gerði á fyrsta viðburði Gambred Boxing
Hann þreytti svo frumraun sína í Bareknuckle MMA gegn Roy Nelson, fyrrum UFC bardagamanni, og sigraði þá viðureign á klofinni dómaraákvörðun.
Junior Dos Santos er líka að koma tilbaka eftir að hafa sigrað sína frumraun í Gamebred Bareknuckle MMA á klofinni dómaraákvörðun. Hann mætti þá öðrum fyrrum UFC þungavigtarmeistara Fabricio Werdum, sem hann sigraði aftur, rétt eins og hann gerði í sínum allra fyrsta UFC bardaga.
Það virðist vera nóg um að vera í bernhnúa blönduðum bardagalistum og Jorge Masvidal segist ætla að gera íþróttina löglega í öllum ríkjum Bandaríkjanna og er því óhætt að segja að gaman verði að fylgjast með gangi mála.