Friday, May 3, 2024
HomeErlentFyrsti þungavigtarmeistari í Bareknuckle MMA krýndur um helgina

Fyrsti þungavigtarmeistari í Bareknuckle MMA krýndur um helgina

Bardagasamtök Jorge Masvidal, Gamebred Bareknuckle MMA, mun krýna sinn fyrsta þungavigtarmeistara laugardaginn 2. mars þegar fyrrum UFC þungavigtarmeistarinn Junior Dos Santos mun mæta Alan “The Talent” Belcher í Orlando, Florida. 

Junior Dos Santos átti farsælan UFC feril og var meistari á árunum 2011-2012. “Cigano” var látinn laus frá UFC eftir 12 ár innan sambandsins þar sem hann barðist við þá bestu af þeim bestu allt fram í endann. Hann endaði á að tapa 4 bardögum í röð gegn afar sterkum andstæðingum áður en ákveðið var að UFC ferill hans væri á enda.


Alan Belcher barðist einnig 16 sinnum undir merkjum UFC frá 2006 til 2013 og hefur átt glæsilegan hnefaleika- og “berhnúa” hnefaleikaferil sem hófts í ágúst 2021.

Fyrir það hafði hann ekki barist síðan hann mætti Michael Bisping í síðasta UFC bardaga sínum 8 árum áður, í millivigt.

Alan Belcher hefur ekki tapað einum einasta bardaga síðan hann sneri tilbaka sem hnefaleikamaður en þeir hafa verið 10 talsins, 4 af þeim í bernhnúahnefaleikum. Hann var þungavigtarmeistari Bareknuckle FC og hefur barist áður fyrir Jorge Masvidal sem hann gerði á fyrsta viðburði Gambred Boxing

Hann þreytti svo frumraun sína í Bareknuckle MMA gegn Roy Nelson, fyrrum UFC bardagamanni, og sigraði þá viðureign á klofinni dómaraákvörðun.

Junior Dos Santos er líka að koma tilbaka eftir að hafa sigrað sína frumraun í Gamebred Bareknuckle MMA á klofinni dómaraákvörðun. Hann mætti þá öðrum fyrrum UFC þungavigtarmeistara Fabricio Werdum, sem hann sigraði aftur, rétt eins og hann gerði í sínum allra fyrsta UFC bardaga.

Það virðist vera nóg um að vera í bernhnúa blönduðum bardagalistum og Jorge Masvidal segist ætla að gera íþróttina löglega í öllum ríkjum Bandaríkjanna og er því óhætt að segja að gaman verði að fylgjast með gangi mála.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular