Monday, April 22, 2024
HomeErlentUFC er á geggjuðum tíma í kvöld!

UFC er á geggjuðum tíma í kvöld!

Það verða 11 viðureignir á dagskrá hjá UFC á laugardaginn og er kvöldið á einstaklega góðum tíma fyrir okkur Íslendinga miðað við allt saman. Prelims eiga að byrja um 18:00 og main card klukkan 21:00. Þetta er því tilvalið til þess að hóa saman vinina og horfa á nokkra bardaga saman. En er þetta eitthvað spes kvöld?

Aðal bardagi kvöldins – Jairzinho Rozenstruik Vs. Shamil Gaziev

Súrinamíski Kickboxarinn og reynsluboltinn Jairzinho Rozenstruik hefur verið að vinna og tapa til skiptis undanfarið og mætir hann hinum ósigraða Shamil Gaziev. Þessi bardagi er einskonar stöðu athugun fyrir þungavigtina þar sem við fáum staðfestingu á því hversu góður Shamil Gaziev er í raun og veru. Gaziev átti langan áhugamanna feril og er 12 – 0 sem atvinnumaður. Hann sigraði síðast Martin Buday mjög sannfærandi í annarri lotu og sýndi þá þétt box með, einföld högg og mikinn kraft. Nóg til að yfirbuga Martin Buday á líkama og sál. En Martin Buday er fyrrum atvinnumaður í Counter Strike – sem er engin leið til að stafa “náttúrulegur Íþróttaálfur”. En á blaði var Martin Buday einn sterkasti andstæðingur sem Gaziev hefur mætt.

Rozenstruik á hinn bóginn hefur alltaf verið mikið í Íþróttum. Hann spilaði fótbolta og körfubolta sem barn og unglingur áður en hann færði sig svo yfir í kickbox. Rozenstruik var ósigraður þegar hann kom inn í UFC og alveg þangað til hann mætti Francis Ngannou árið 2020 og þurfti að sætta sig við tap gegn honum. Alveg síðan þá hefur Rozenstruik verið að vinna og tapa til skiptist. Hann hefur sigrað alla meðalgóða þungavigtar kappa sem hann hefur mætt ásamt eldri stjörnum á borð við Junior Dos Santos, sem var þá kominn á síðasta snúning innan UFC og hættur að sækja sigra.

Í þessum bardaga fáum við svar við því hversu góður Gaziev er í raun og veru. Rozenstruik er enginn fyrrum Counter Strike spilari sem ákvað að snúa við blaðinu, en Rozenstruik er heldur ekki maður sem sigrar topp bardagamenn á sínum bestu árum.

Við höfum ekki séð mikið af því, en Gaziev er líklega með glímu-trompið upp í erminni. Hann er fæddur í Dagistan og létt skvetta af fordómum fær okkur spekingana til að búast við yfirburðar glímutöktum frá honum, sem hann hefur vissulega hótað að nýta sér í fyrri viðureignum. Það væri kriptónætið (ens. kryptonite) hans Rozenstruik.

Þetta er lúmskt spennandi viðureign. Ég spái Gaziev sigri og að hann janfnframt sanni að hann eigi heima í topp 10.

Umar Nurmagomedov mætir Bekzat Almakhan

Ræðum fyrst fílinn í stofunni – Nei, Umar er ekki bróðir hans Khabib Nurmagomedov. Þeir eru hins vegar frændur og Umar á bróður sem heitir Usman. Jább, takk fyrir mig.

Umar Nurmagomedov er klárlega einn mest spennandi bardagamaðurinn í UFC þessa daganna. Hann er ósigraður með 16 – 0 record og eru þar af 5 sigrar með Rear Naked Choke. Sigurganga Umar hefur verið mjög sannfærandi og hefur hann aðeins í eitt skipti þurft að berjast fram yfir miðja aðra lotu.

Ólíkt frænda sínum, Khabib, þá eyðir Umar meiri tíma standandi og er töluvert betri kickboxari en Khabib nokkurn tíman var. Umar notar heimsklassa glímuna sína nokkur veginn þegar honum hentar og er með rosalega topp pressu og gott ground n pound.

Bekzat Almakhan (16 – 1) er að þreyta UFC frumraunina sína og er heilt yfir spennandi bardagamaður frá Kazakhstan. Það verður að segjast smá óheppilegt að mæta Umar Nurmagomedov á fyrsta degi í nýrri vinnu, en bardagaleikurinn er svo sem aldrei auðveldur.

Almakhan er beittur kickboxari með ágætis glímu ef að við dæmum hann út frá viðureigninni sinni gegn Yan Ferraz í Oktagon 52. Almakhan er þéttur standandi, með góðar hreyfingar og þolinmóður á fótunum. Gegn Ferraz byrjaði hann oft hnefatalið með því hægri yfirhandar og fylgdi eftir með vinstri upp höggi – Sem er ekki alveg beint eftir bókinni en virkaði mjög vel gegn Ferraz. Í þessum sama bardaga sýndi Almakhan einnig öfluga glímu og sem Ferraz átti erfitt með að díla við en Almakhan át líka öflugan olnboga í þriðju lotu sem varð til þess að hann þurfti að grafa djúpt til að halda sér inn í bardaganum.

Ég sé ekki fyrir mér að Almakhan geti sótt sigur hérna, en hef trú á því að hann standi sig vel og nái að halda út yfir miðja 2 lotu.

Það er eru fleiri bitastæðir bardagar á þessu sama kvöldi sem ættu að vera ágætis skemmtun þó þeir fái ekki eigin umfjöllun í bili.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular