Tuesday, July 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentJairzinho fór létt með Gaziev

Jairzinho fór létt með Gaziev

Aðal bardaginn í gær var engin flugeldasýning, en ágætis stöðu uppfærsla á þungavigtinni. Er Gaziev ótrúlegur boxari sem mun taka yfir þungavigtar deildina eins og stormur? Svarið er Nei… alveg langt í frá. Það sást snemma að Gaziev var ekki vandanum vaxinn og átti í raun ekkert erindi í búrinu með Jairzinho Rozenstruik.

Gaziev byrjaði bardagann ekki sannfærandi. Hann sá um að pressa á Rozenstruik án þess að stjórna taktinum í bardaganum og án þess að setja Rozenstruik í óþægilegar stöður. Rozenstruik var með jabb sýningu og var fljótur að gera Gaziev að Rúdolf eftirlíkingu. 

Gaziev var sjáanlega mjög þreyttur snemma í bardaganum og var farinn að leika sér mikið með munnstykkið sitt i annarri lotu. Annaðhvort til að anda betur eða í von um að það yrði slegið út og hann gæti fengið smá auka pásu, sem gerðist vissulega einu sinni.

Gaziev fer í hornið sitt eftir fjórðu lotu og í gefst bara upp – segist ekki vilja vera í búrinu lengur. Hann segir við hornið sitt að hann sjái ekki með öðru auganu og vilji hætta. Hornið hans hefur engan húmor fyrir þess háttar bulli og neyðir Gaziev til að halda áfram. Mark Goddard dómari verður var við þessi samskipti og stöðvar bardagann.

Jairzinho var sannfærandi í búrinu, en Gaziev þarf að selja hlutabréfin sín á brunaútsölu. Að mínu mati uppljóstraði Gaziev um vangetuna sína í búrinu, frekar en að a Rozenstruik sé endurfæddur sem nýr titil áskorandi.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular