spot_img
Friday, October 4, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBJJSjóðandi heitur Breki Harðarson sigraði ADCC Open í Kaupmannahöfn

Sjóðandi heitur Breki Harðarson sigraði ADCC Open í Kaupmannahöfn

Breki Harðarson og Stefán Fannar héldu út til Kaupmannahafnar fyrir helgi til að taka þátt á ADCC Open. Þeir félagarnir eru ný komnir heim frá ADCC Trials Europe þar sem þeir sóttu sér mikla reynslu, sem sást á góðu gengi þeirra núna um helgina. 

Breki var skráður í 8 manna flokk og þreytti tvær glímur af þremur í keppninni samkvæmt Smoothcomp. Hann fékk dæmdan Walk Over sigur gegn heimamanninum Ryan Bagherpour og mætti svo öðrum heimamanni, Nicolai Osei, í fjögurra manna úrslitum. Breki sigraði Nicolai með Darce Choke eftir 5 mínútur. Í úrslitum mætti Breki svíanum Daniel Holm og vann þá glímu á stigum eftir 6 mínútur. 

Breki hefur verið einstaklega virkur í glímu senunni upp á síðkastið og sótti síðast gull á Íslandsmeistaramótinu í BJJ í október á síðasta ári. Breki á mikið hrós skilið fyrir góðan árangur og þrautseigju. 

Stefán Fannar tapaði fyrir meistaranum

Stefán Fannar keppti á sama móti og Breki. Stefán byrjaði mótið á því að sigra Ukraínu manninn  Serhii Bespiatchuk á stigum og mætti Stefán svo Roope Lindfors í frá Finnlandi fjögurra manna úrslitum. Stefán þurfti að sætta sig við tap í þeirri viðureign, en finnski svartbeltingurinn vann seinna riðilinn og fékk gullið.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular