Friday, April 19, 2024
HomeErlentGamla myndbandið: Þegar níu ára Khabib Nurmagomedov glímdi við björn

Gamla myndbandið: Þegar níu ára Khabib Nurmagomedov glímdi við björn

Það hefur alltaf verið vitað að menn æfa öðruvísi í Rússlandi. Það fengum við að sjá þegar gamalt myndband af níu ára Khabib Nurmagomedov að glíma við bjarnarhún birtist á netinu.

Myndbandið kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum en þá var Khabib nú þegar þekkt nafn í UFC. Á myndbandinu má sjá Khabib glíma við bjarnarhúnin og gera það bara nokkuð vel.

Þetta var æfing sem pabbi hans, Abdulmanap Nurmagomedov, lét hann gera heima í Dagestan. Í samtali við Bloody Elbow sagði pabbi hans að þetta hefði meira verið athugun á skapgerð hans heldur en tæknileg glíma.

„Börn vilja alltaf að faðirinn sjái hvers þau eru megnug. Það var ekkert áhugavert að gera fyrir hann þegar hann var krakki og það er synd. Þetta var bara próf á hans skapgerð fremur en einhver æfing,“ sagði Abdulmanap.

Glíman hefur verið harðlega gagnrýnd og pabbinn gagnrýndur fyrir að setja níu ára barn í svona aðstæður. Það er samt ekki hægt að neita því að þetta er eitt af því sem gerir þessa rússnesku bardagamenn svo áhugaverða, þeir eru bara aðeins öðruvísi.

Khabib Nurmagomedov berst á UFC 209 um helgina. Hann þarf ekki að mæta bjarndýri í þetta sinn og mætir Tony Ferguson í verulega spennandi bardaga.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular