Demian Maia tók sinn fyrsta MMA bardaga í september 2001. Þá mætti hann Raul Sosa sem var talsvert stærri en það hafði lítil áhrif á Maia.
Bardaginn fór fram í Venesúela og stóð yfir í aðeins 41 sekúndu. Þó andstæðingurinn hafi verið þykkur og stór var ljóst að Maia var talsvert betri bardagamaður. Maia berst í dag í 77 kg þyngdarflokki og má gera ráð fyrir að það hafi verið talsverður þyngdarmunur á köppunum þennan dag.
Þetta er eiginlega eini bardaginn sem Maia hefur sigrað með rothöggi. Maia er vissulega skráður með þrjá sigra eftir tæknilegt rothögg en hinir tveir sigrarnir voru eftir vöðvakrampa og axlarmeiðsli.