UFC hefur verið að dæla út gömlum bardögum nú þegar ekkert er um bardagakvöld í beinni útsendingu. Í dag ætlum við að kíkja á bardaga Nick Diaz og Robbie Lawler.
Þann 2. apríl 2004 mættust þeir Nick Diaz og Robbie Lawler á UFC 47. Þá var Nick tvítugur og Lawler 22 ára gamall. Lawler var á þessum tíma ungstirni í UFC en Diaz að berjast sinn 2. bardaga í UFC.
Hinn 38 ára gamli Lawler hefur aðeins tvisvar tapað eftir rothögg í 43 bardögum. Diaz var sá fyrsti til að sigra hann eftir rothögg en Tyron Woodley gerði hið sama 12 árum síðar.
Bardaginn var frábær skemmtun og vildu margir sjá þá mætast aftur en aldrei tókst bardagasamtökum að setja þá aftur saman í búrið.