Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxGarcia í árs bann frá hnefaleikum, segist vera hættur og ætlar í...

Garcia í árs bann frá hnefaleikum, segist vera hættur og ætlar í UFC

Ryan Garcia hefur verið dæmdur í 1 árs bann af íþróttanefnd New York fylkis (New York State Athletic Commission). Sigur hans gegn Devin Haney var dæmdur sem “no contest” og Haney því tæknilega aftur orðinn ósigraður.

Garcia greindist með efnið Ostarine í kerfinu sínu í lyfjaprófi fyrir og sama dag og bardaginn hans gegn Devin Haney. Hann mun þurfa að greiða tilbaka laun sín fyrir bardagann til Golden Boy Promotions sem nemur 1.1 milljón dollara og þarf þar að auki að borga 10.000 dollara sekt, sem er hámarkið sem leyfilegt er í New York fylki.

Garcia hefur notað X eins og persónulega dagbók undanfarið og látið ýmislegt flakka, í síðasta tweeti stendur einfaldlega: “FUCK YOU CRY BABY BITCH” í stórum stöfum beint að Devin Haney. Garcia skrifaði á X eftir að dómurinn var kveðinn að hann væri hættur í hnefaleikum og segist hann ætla í UFC og hefur hann óskað eftir því að Dana White hafi samband við sig.

Garcia heldur fram sakleysi sínu og segir að fæðubótaefni sín hafi verið menguð. Hann hefur nýlega tjáð sig á X um áföllin í lífi sínu. Auk dómsins sem hann var að hljóta er móðir hans með krabbamein, hann er að ganga í gegnum skilnað og ýmislegt annað en hann segist enn elska guð og að guð sé honum allt. Hann sendi út hvert tweetið á fætur öðru í gærkvöld, miðvikudaginn 19. júní, þar sem hann endaði að á að segja að hann væri formlega hættur í hnefaleikum (officially retired) og segir fólki að gleyma því að hann sé til. Hann sagðist svo íhuga að snúa sér að leiklist eða söngi.

Hann sendi svo út tweet fyrir skömmu um að hann sé á leiðinni í UFC og nokkur í viðbót til að undirstrika að honum sé alvara og að Dana White ætti að hafa samband. Ef að Garcia er í raun að hætta í hnefaleikum þá gerir hann það aðeins 25 ára gamall með atvinnumanna metið 25-1, með 20 rothögg. Eina tapið hans kom í apríl í fyrra gegn Gervonta Davis.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular