spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGeorges St. Pierre og UFC komast að samkomulagi

Georges St. Pierre og UFC komast að samkomulagi

UFC og Georges St. Pierre hafa náð samkomulagi og er St. Pierre nálægt því að undirrita nýjan samning. Gamli meistarinn virðist því vera á leið aftur í búrið en frá þessu greinir Ariel Helwani.

Georges St. Pierre (GSP) hætti í MMA sem veltivigtarmeistari UFC árið 2013. Síðasta árið hefur hann viljað koma aftur en ekki náð samkomulagi við UFC. GSP hélt því fram að hann væri samningslaus og hótaði að fara í viðræður við önnur bardagasamtök.

Núna er hann á barmi þess að rita undir nýjan nokkurra bardaga samning við UFC. Samningaviðræður hafa staðið yfir í nokkra mánuði og hafa báðir aðilar komist að samkomulagi samkvæmt frétt MMA Fighting.

Ekki er vitað hvenær GSP muni snúa aftur en UFC áætlar að það verði á þriðja ársfjórðungi þessa árs.

GSP hefur verið orðaður við bardaga við millivigtarmeistarann Michael Bisping og þá er aldrei að vita nema hann snúi aftur í veltivigtina.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular